Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2025 19:19 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað þegar þingkosningarnar þar í landi fóru fram. Aðsend/Inga Dóra Íslendingur í Nuuk segir mikla spennu vera að byggjast upp á Grænlandi vegna ásælni Bandaríkjastjórnar og heimsóknar varaforsetans. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í dag. Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra. Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra.
Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02
Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34
Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02