Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 09:00 Átökin fóru yfir strikið í leiknum í Minneapolis í gærkvöld. Getty/David Berding Fimm leikmönnum og tveimur þjálfurum var vísað úr húsi eftir að upp úr sauð í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik síðan árið 2005. Myndbönd af slagsmálunum má sjá hér að neðan en átökin brutust út við endalínuna og voru áhorfendur á fremsta bekk, sem nánast urðu undir leikmönnunum, fljótir að taka upp símann til að mynda lætin. A fight breaks out between the Pistons and Timberwolves Donte DiVincenzo, Naz Reid, Ron Holland, Isaiah Stewart, Marcus Sasser, Pistons HC J. B. Bickerstaff and Wolves assistant coach Pablo Prigioni were all ejected pic.twitter.com/TJA3OczOxB— Bleacher Report (@BleacherReport) March 31, 2025 WOLVES AND PISTONS THROWING HANDS 🤯🤯🤯 pic.twitter.com/WMvXYQ8f4X— NBACentel (@TheNBACentel) March 31, 2025 Lætin urðu strax í 2. leikhluta eftir að villa var dæmd á Ron Holland þegar hann sló boltann úr höndum Naz Reid. Þeir skiptust á einhverjum orðum og augnabliki síðar var allt orðið brjálað. Alls voru dæmdar tólf tæknivillur sem er það mesta í NBA-deildinni síðustu tuttugu ár. „Mér fannst leyfð allt of mikil átök í leiknum fram að þessu. Þetta endaði með því að leikmenn tóku málin í sínar hendur og það vill maður aldrei að gerist,“ sagði Chris Finch, þjálfari Timberwolves sem vann leikinn að lokum 123-104. J.B. Bickerstaff, þjálfari Detroit, var á meðal þeirra sem vísað var úr húsi ásamt lærisveinum sínum, Isaiah Stewart, Ron Holland og Marcus Sasser. Minnesota missti þá Naz Reid, Dante DiVincenzo og aðstoðarþjálfarann Pablo Prigioni út. „Auðvitað gekk þetta of langt,“ sagði Bickerstaff en bætti við: „En maður sér líka að leikmenn eru að gæta hvers annars og styðja hver annan. Það kemur ekki annað til greina í okkar búningsklefa.“ NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Myndbönd af slagsmálunum má sjá hér að neðan en átökin brutust út við endalínuna og voru áhorfendur á fremsta bekk, sem nánast urðu undir leikmönnunum, fljótir að taka upp símann til að mynda lætin. A fight breaks out between the Pistons and Timberwolves Donte DiVincenzo, Naz Reid, Ron Holland, Isaiah Stewart, Marcus Sasser, Pistons HC J. B. Bickerstaff and Wolves assistant coach Pablo Prigioni were all ejected pic.twitter.com/TJA3OczOxB— Bleacher Report (@BleacherReport) March 31, 2025 WOLVES AND PISTONS THROWING HANDS 🤯🤯🤯 pic.twitter.com/WMvXYQ8f4X— NBACentel (@TheNBACentel) March 31, 2025 Lætin urðu strax í 2. leikhluta eftir að villa var dæmd á Ron Holland þegar hann sló boltann úr höndum Naz Reid. Þeir skiptust á einhverjum orðum og augnabliki síðar var allt orðið brjálað. Alls voru dæmdar tólf tæknivillur sem er það mesta í NBA-deildinni síðustu tuttugu ár. „Mér fannst leyfð allt of mikil átök í leiknum fram að þessu. Þetta endaði með því að leikmenn tóku málin í sínar hendur og það vill maður aldrei að gerist,“ sagði Chris Finch, þjálfari Timberwolves sem vann leikinn að lokum 123-104. J.B. Bickerstaff, þjálfari Detroit, var á meðal þeirra sem vísað var úr húsi ásamt lærisveinum sínum, Isaiah Stewart, Ron Holland og Marcus Sasser. Minnesota missti þá Naz Reid, Dante DiVincenzo og aðstoðarþjálfarann Pablo Prigioni út. „Auðvitað gekk þetta of langt,“ sagði Bickerstaff en bætti við: „En maður sér líka að leikmenn eru að gæta hvers annars og styðja hver annan. Það kemur ekki annað til greina í okkar búningsklefa.“
NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira