Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2025 21:14 Tveir af sigurvegurum skólans eða þau Árný Ingvarsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson með Páli Sveinssyni, skólastjóra og Írisi Dröfn Kristjánsdóttur, þjálfara liðsins og kennara í íslensku í skólanum. Á myndina vantar þriðja keppandann eða Elísabetu Kristel Þorsteinsdóttur, sem var veik þegar myndin var tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir mega vera ánægðir með sig nemendurnir þrír í Vallaskóla á Selfossi, sem sigruðu Stóru upplestrarkeppnina í Árborg en keppt var á milli fjögurra skóla. Kennarar, þjálfari og skólastjóri eru að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir árangrinum. Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend
Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira