Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:31 Nikola Jokic hugsar Russell Westbrook eflaust þegjandi þörfina eftir svakalegt klúður hans gegn Minnesota Timberwolves í nótt. getty/Dustin Bradford Nikola Jokic átti stórkostlegan leik fyrir Denver Nuggets gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Samherji hans, Russell Westbrook, eyðilagði hins vegar allt. Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor. NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor.
NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn