„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 10:30 Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skóm Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“ Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“
Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira