Fótbolti

Kane með mikil­vægt mark í sigri Bæjara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane fagnar marki sínu fyrir Bayern München í kvöld. Hann hefur skorað 23 deildarmörk á þessari leiktíð.
Harry Kane fagnar marki sínu fyrir Bayern München í kvöld. Hann hefur skorað 23 deildarmörk á þessari leiktíð. Getty/Stefan Matzke

Bayern München náði níu stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 útisigur á Augsburg í kvöld.

Augsburg komst í 1-0 í leiknum en missti svo mann af velli með rautt spjald þegar 32 mínútur voru eftir að leiknum.

Harry Kane kom Bayern í 2-1 með skalla eftir sendingu Michael Olise á 60. mínútu leiksins. Tveimur mínútur fyrr hafði Augsburg maðurinn Cedric Zesiger fengið sitt annað gula spjald.

Dimitrios Giannoulis kom Augsburg í 1-0 á 30. mínútu og þannig var staðan þar til að Jamal Musiala jafnaði metin á 42. mínútu.

Kane skoraði þetta mikilvæga mark sitt og Leroy Sané innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu í uppbótatíma leiksins.

Bæjarar eru með 68 stig eftir 28 leikir en Bayern Leverkusen er í öðru sæti með 59 stig eftir 27 leiki.

Harry Kane var þarna að skora sitt 23. deildarmark á leiktíðinni en hann er með sex marka forystu í baráttunni um markakóngstitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×