„Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. apríl 2025 20:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er komin á 80% fulla ferð á ný Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kolbrún María Ármannsdóttir steig sín fyrstu skref á parketinu í kvöld eftir langa fjarveru en hún meiddist í leik Stjörnunnar og Aþenu þann 7. janúar, eða fyrir rétt tæpum þremur mánuðum. Kolbrún viðurkenndi að það fylgdu þessari innkomu blendnar tilfinningar í ljósi úrslitanna en Njarðvík vann 72-89 sigur í Umhyggjuhöllinni og er komið í 2-0 í einvíginu. „Það er auðvitað frábært að vera komin aftur inn á völlinn, bara „hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“. Á sama tíma þá erum við komnar með bakið upp við vegg, við verðum að vinna næsta leik. Það er bara ekkert annað í stöðunni.“ Njarðvíkingar eru með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum sem varnarmenn Stjörnunnar þurftu að hafa mikið fyrir að hægja á í kvöld og Kolbrún sagði það vera ærið verkefni. „Erlendu stelpurnar eru allar frábærar. Emilie ótrúlega klár í körfubolta. Brittany náttúrulega rugl góð. En við verðum bara að finna leiðir til að stoppa þær og við ætlum að gera það.“ Hvaða leiðir það eru vildi Kolbrún ekki gefa upp en planið fyrir miðvikudaginn er einfalt. „Við ætlum að fara til Njarðvíkur og bara gera okkar besta og vinna. Það er alveg klárt mál að við ætlum að vinna.“ Kolbrún spilaði rúmlega 21 mínútu í kvöld og skoraði 17 stig en sagðist enn eiga eitthvað í að ná sér 100 prósent góðri. „Ég myndi segja að ég væri svona 80 prósent. Ég er ennþá á smá mínútufjölda því ég er ennþá að jafna mig eftir ökklann. En þetta er allt að komast, loksins, þannig að ég er bara mjög ánægð með framhaldið.“ Hún viðurkenndi fúslega að ef þjálfarateymi Stjörnunnar væri ekki með hemil á mínútum hennar hefði hún örugglega spilað meira en sýndi stöðunni skilning „Auðvitað myndi ég gera það.“ - Sagði Kolbrún og hló. „Ég vil alltaf spila og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu mínu. Auðvitað er erfitt að sitja á bekknum en ég skil þetta. Ég er bara að koma til baka og þetta tekur tíma.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Kolbrún viðurkenndi að það fylgdu þessari innkomu blendnar tilfinningar í ljósi úrslitanna en Njarðvík vann 72-89 sigur í Umhyggjuhöllinni og er komið í 2-0 í einvíginu. „Það er auðvitað frábært að vera komin aftur inn á völlinn, bara „hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“. Á sama tíma þá erum við komnar með bakið upp við vegg, við verðum að vinna næsta leik. Það er bara ekkert annað í stöðunni.“ Njarðvíkingar eru með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum sem varnarmenn Stjörnunnar þurftu að hafa mikið fyrir að hægja á í kvöld og Kolbrún sagði það vera ærið verkefni. „Erlendu stelpurnar eru allar frábærar. Emilie ótrúlega klár í körfubolta. Brittany náttúrulega rugl góð. En við verðum bara að finna leiðir til að stoppa þær og við ætlum að gera það.“ Hvaða leiðir það eru vildi Kolbrún ekki gefa upp en planið fyrir miðvikudaginn er einfalt. „Við ætlum að fara til Njarðvíkur og bara gera okkar besta og vinna. Það er alveg klárt mál að við ætlum að vinna.“ Kolbrún spilaði rúmlega 21 mínútu í kvöld og skoraði 17 stig en sagðist enn eiga eitthvað í að ná sér 100 prósent góðri. „Ég myndi segja að ég væri svona 80 prósent. Ég er ennþá á smá mínútufjölda því ég er ennþá að jafna mig eftir ökklann. En þetta er allt að komast, loksins, þannig að ég er bara mjög ánægð með framhaldið.“ Hún viðurkenndi fúslega að ef þjálfarateymi Stjörnunnar væri ekki með hemil á mínútum hennar hefði hún örugglega spilað meira en sýndi stöðunni skilning „Auðvitað myndi ég gera það.“ - Sagði Kolbrún og hló. „Ég vil alltaf spila og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu mínu. Auðvitað er erfitt að sitja á bekknum en ég skil þetta. Ég er bara að koma til baka og þetta tekur tíma.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum