Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2025 08:30 Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun