Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2025 13:18 Versace var stofnað árið 1978 af Ítalanum Gianni Versace. Getty Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna. AP segir frá því að samkomulag hafi þannig náðst um kaupin á Versace milli Prada og bandaríska lúxusvörufyrirtækisins Capri Holdings. Kaupin marka endalok bandarísks eignarhalds á Versace en Capri Holdings gekk frá kaupum á Versace árið 2018. Kaupverðið þá voru tveir milljarðar Bandaríkjadalir og er því ljóst að félagið er nú selt á umtalsvert lægri upphæð. Capri Holdings á einnig vörumerkin Michael Kors og Jimmy Choo. AP segir frá því að Capri Holdings hafi átt í vandræðum með að staðsetja Versace á markaði í dag þar sem svokallaður „hljóðlátur lúxus“ (e. quiet luxury) nýtur sívaxandi vinsælda. Vörur Versace séu hins vegar taldar annað en „hljóðlátar“. Versace var stofnað árið 1978 af Ítalanum Gianni Versace. Greint var frá því í síðasta mánuði að Donatella Versace hefði ákveðið að stíga til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og að hún yrði nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hafði gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur. Tíska og hönnun Ítalía Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
AP segir frá því að samkomulag hafi þannig náðst um kaupin á Versace milli Prada og bandaríska lúxusvörufyrirtækisins Capri Holdings. Kaupin marka endalok bandarísks eignarhalds á Versace en Capri Holdings gekk frá kaupum á Versace árið 2018. Kaupverðið þá voru tveir milljarðar Bandaríkjadalir og er því ljóst að félagið er nú selt á umtalsvert lægri upphæð. Capri Holdings á einnig vörumerkin Michael Kors og Jimmy Choo. AP segir frá því að Capri Holdings hafi átt í vandræðum með að staðsetja Versace á markaði í dag þar sem svokallaður „hljóðlátur lúxus“ (e. quiet luxury) nýtur sívaxandi vinsælda. Vörur Versace séu hins vegar taldar annað en „hljóðlátar“. Versace var stofnað árið 1978 af Ítalanum Gianni Versace. Greint var frá því í síðasta mánuði að Donatella Versace hefði ákveðið að stíga til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og að hún yrði nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hafði gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur.
Tíska og hönnun Ítalía Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03