Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Skjáskot úr myndbandi af vettvangi þar sem þyrlan hrapaði í Hudson-á. AP Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg. Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg.
Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira