NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Lovísa Arnardóttir skrifar 11. apríl 2025 06:21 Þrír mótmælenda fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu á vettvangi eftir að lögregla beitti piparúða á mótmælum þann 31. maí í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. „Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.
Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33
Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07
Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04
„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02