Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. apríl 2025 18:37 Waldemar Anton skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund til að tryggja 2-2 jafntefli. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton. Leikurinn var frá upphafi mjög skemmtilegur, heimamenn Dortmund vel spilandi en illa skapandi, gestirnir hins vegar gríðarlega hættulegir þegar þeir komust á boltann og sköpuðu úrvalsfæri fyrir Michael Olise, Josep Stanisic og Harry Kane meðal annars, en mörkin stóðu á sér í fyrri hálfleik. Markastíflan brast svo snemma í seinni hálfleik þegar Maximilian Beier tók forystuna fyrir Dortmund, gegn gangi leiksins, eftir frábæran sprett upp vinstri vænginn og stoðsendingu frá Julian Ryerson. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Bayern tvö mörk með skömmu millibili og tók forystuna. Raphael Guerreiro var fyrstur á ferð eftir stoðsendingu Thomas Muller, Serge Gnabry setti boltann svo í netið eftir stutta stoðsendingu Josip Stanisic. Josip Stanisic gaf stoðsendingu og átti einnig frábæra björgun. F. Noever/FC Bayern via Getty Images Bayern hélt forystunni nokkuð örugglega næstu mínútur en upp úr nánast engu jafnaði Dortmund leikinn. Serhou Guirassy fékk boltann þá við vítateiginn, vippaði honum upp á sjálfan sig og klippti hann á markið. Skotið var varið en varnarmaðurinn Waldemar Anton fylgdi eftir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið til að tryggja 2-2 jafntefli. Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Leikurinn var frá upphafi mjög skemmtilegur, heimamenn Dortmund vel spilandi en illa skapandi, gestirnir hins vegar gríðarlega hættulegir þegar þeir komust á boltann og sköpuðu úrvalsfæri fyrir Michael Olise, Josep Stanisic og Harry Kane meðal annars, en mörkin stóðu á sér í fyrri hálfleik. Markastíflan brast svo snemma í seinni hálfleik þegar Maximilian Beier tók forystuna fyrir Dortmund, gegn gangi leiksins, eftir frábæran sprett upp vinstri vænginn og stoðsendingu frá Julian Ryerson. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Bayern tvö mörk með skömmu millibili og tók forystuna. Raphael Guerreiro var fyrstur á ferð eftir stoðsendingu Thomas Muller, Serge Gnabry setti boltann svo í netið eftir stutta stoðsendingu Josip Stanisic. Josip Stanisic gaf stoðsendingu og átti einnig frábæra björgun. F. Noever/FC Bayern via Getty Images Bayern hélt forystunni nokkuð örugglega næstu mínútur en upp úr nánast engu jafnaði Dortmund leikinn. Serhou Guirassy fékk boltann þá við vítateiginn, vippaði honum upp á sjálfan sig og klippti hann á markið. Skotið var varið en varnarmaðurinn Waldemar Anton fylgdi eftir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið til að tryggja 2-2 jafntefli.
Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira