Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 20:30 Ísland á ekki að vera ein a Norðurlandaþjóðin án óperu. Markaðurinn og áhuginn eru fyrir hendi Á undanförnum misserum hafa menn velt því fyrir sér hvort íslenskur markaður sé nægilega stór til að standa undir öflugri óperustarfsemi. Staðhæft hefur verið að Ísland beri aðeins tvær stórar óperusýningar á ári. Saga óperu hér á landi bendir til annars. Árið 1982, þegar Íslendingar voru um 230.000 talsins, sóttu um 60.000 manns óperusýningar. Þá sýndi Þjóðleikhúsið tvær stórar óperur og Íslenska óperan þrjár. Þetta jafngildir því að rúmlega fjórðungur þjóðarinnar hafi farið á óperusýningu á einu ári . Markaðsforsendur óperu í norrænu samhengi Á Norðurlöndum eru þjóðaróperur starfandi í öllum löndum nema á Íslandi. Ætla má að samfélagsgerðin á Norðurlöndum geri að verkum að markaðsforsendur óperustarfsemi séu um margt sambærilegar og því ekki úr vegi að líta til þess hvað þar er vel gert. Frændur okkar Svíar reka mörg óperuhús og setja upp fjölda óperusýninga sem eru vel sóttar og er óperuflutningur mikilvægur hluti af sviðslistaflórunni í Svíþjóð. Sem dæmi má nefna Gautaborgaróperuna sem er að fullu í opinberri eigu. Þar eru ópera og dans undir sama þaki og má nefna að Katrín Hall er þar listdansstjóri. Þar er starfræktur söngvarahópur (ensemble) sem gerir húsinu kleift að halda samfellu í starfsemi. Gautaborgaróperan er geysivinsæl og gestafjöldinn er um 13% af íbúafjölda svæðisins. Sé þess freistað að leggja mat á hugsanlegan fjölda óperugesta á Íslandi mætti til gamans heimfæra þessa hlutfallstölu Gautaborgaróperunnar á íslenskan veruleika. Þó setja verði ákveðinn fyrirvara um réttmæti slíkrar yfirfærslu getur hún engu að síður gefið vísbendingar um stærð markaðarins. Sé gengið útfrá þvi að landsmenn allir séu markhópur óperunnar og aðsókn sambærileg við Gautaborgaróperuna þá má ætla að hugsanlegur fjöldi óperugesta á Íslandi sé um 50.000 en ef einvörðungu er litið til höfuðborgarsvæðisins væru þeir um 30.000 talsins. Vinsælustu óperusýningar á Íslandi hafa dregið til sín um 15.000 – 20.000 gesti. Hér mætti nefna að um 27.000 gestir sáu óperuna Carmen í þjóðleikhúsinu árið 1975. Þessar tölur sýna ef til vill að samanburðurinn við Gautaborg er ekki fráleitur. Gögn frá Hörpu: Sterkur menningarmarkaður Nýleg skýrsla um hagræn áhrif Hörpu staðfestir að áhugi Íslendinga á menningarviðburðum er mikill. Að meðaltali sækja 400.000 – 500.000 manns árlega viðburði í Hörpu, og um 70–75% þeirra viðburða eru tónleikar eða sviðslistaviðburðir. Þar undir falla meðal annars óperusýningar. Samkvæmt sömu skýrslu hefur yfir 70% þjóðarinnar sótt menningarviðburð á síðasta ári . Þetta gefur til kynna að áhugi og þátttaka Íslendinga í tónlist og sviðslistum sé meiri en margir gera sér grein fyrir. Auk þess sem alþjóðleiki óperulistformsins ætti að höfða vel til erlendra gesta Hörpu sem samkvæmt skýrslunni eru um 15-20%. Með óperuuppfærslur sem hluta af reglulegri starfsemi Hörpu, má áætla að markhópur óperu geti stækkað með reglubundnu framboði. Nýir áhorfendur Gott dæmi um það hvernig ópera hefur orðið aðgengilegri og hefur náð til nýrra áhorfenda á undanförum misserum eru sýningar Kammeróperunnar í Borgarleikhúsinu á Brúðkaupi Fígarós. Auk þess að vera afar vel heppnuð uppfærsla með sterka skírskotun í samtímann og sungin á íslensku naut hún góðs af kortasölu Borgarleikhússins þar sem nokkrar sýningar á Brúðkaupinu voru til boða í kortatilboðum hússins. Um 50% áhorfenda á þessum sýningum keyptu miðana í gegnum kortasöluna. Sýningin gengur enn fyrir fullu húsi og er 11. sýningin á dagskrá nú í apríl. Þetta dæmi sýnir að sambúð óperu við leikhús sem nú þegar hefur fjölda fastagesta getur haft jákvæð áhrif á aðsókn og stækkað áhorfendahópinn. Í vetur hafa verið settar á svið nokkrar óperur sem hafa notið vinsælda, má þar t.d. nefna Hliðarspor Þórunnar Guðmundsdóttur sem var sýnd í Gamla Bíói, Brím þeirra Friðriks Margrétar- Guðmundssonar og Adolfs Smára Unnarssonar sýnd í Tjarnarbíói, Rakarinn í Sevilla í uppfærslu Óðs sýndur í NASA. Fullyrða má að þessar sýningar og fleiri hafi náð til nýrra áhorfenda ekki síst þeirra sem eru af yngri kynslóðinni. Samfella í starfsemi Ein meginforsendan fyrir samfelldri starfsemi í óperurekstri er að við húsið sé starfræktur söngvarahópur (ensemble). Þetta skipulag er algengt í Þýskalandi þar sem flest óperuhús álfunnar er að finna. Það hefur marga kosti t.d. veitir það möguleika á að dreifa sýningum yfir lengra tímabil, sýna fleiri verkefni samhliða, möguleika á endurupptöku og dregur auk þess úr kvöldkostnaði. Á Íslandi, einkum hin síðari ár, hefur borið á því að hætt hefur verið við sýningar fyrir fullu húsi og vinsælar uppfærslur ekki endursýndar. Með því breytta skipulagi sem nú er mælt fyrir á Alþingi hefur Óperan í Þjóðleikhúsinu allar forsendur til að fjölga óperugestum og draga úr kostnaði með skynsamlegri nýtingu innviða og opnu aðgengi. Opinber stuðningur er lykilatriði Óperuflutningur er dýrasta form sviðslista og hvergi í Evrópu er slíkur rekstur sjálfbær án opinbers stuðnings. Þar sem aðrar þjóðir hafa tryggt samfélagslegan aðgang með stofnun þjóðaróperu, hefur Ísland setið eftir. Með frumvarpinu um Þjóðaróperu innan vébanda Þjóðleikhússins gefst tækifæri til að jafna stöðuna. Samrekstur við Þjóðleikhúsið mun einnig gera nýtingu innviða skilvirkari, styrkja rekstrargrundvöllinn og stuðla að aukinni fjölbreytni í sýningum . Ætla má að aukið framboð og betra aðgengi að fjölbreyttum óperusýningum sem einnig eru hluti af leikskrá Þjóðleikhússins og njóta góðs af „Hörpu-áhrifunum“ verði til þess að áhorfendahópur óperunnar stækki og geti hugsanlega náð fyrri vinsældum. Öflugt fræðslustarf og sýningar á landsbyggðinni með þátttöku heimamanna ættu einnig að hafa jákvæð áhrif. Tækifæri sem þarf að nýta Óperulist er ekki aðeins listform fyrir fáa. Í gegnum árin hefur íslensk óperustarfsemi sýnt að hún getur náð til breiðs hóps þjóðarinnar. Fjölgun sýninga, samfella í rekstri og markviss markaðssetning eru lykilatriði til að byggja upp þann áhorfendahóp sem grasrótin hefur sýnt að er til staðar. Þjóðarópera er ekki óskhyggja heldur raunsæ viðurkenning á því að Ísland er fullfært um að standa undir öflugri óperustarfsemi. Höfundur er óperusöngkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland á ekki að vera ein a Norðurlandaþjóðin án óperu. Markaðurinn og áhuginn eru fyrir hendi Á undanförnum misserum hafa menn velt því fyrir sér hvort íslenskur markaður sé nægilega stór til að standa undir öflugri óperustarfsemi. Staðhæft hefur verið að Ísland beri aðeins tvær stórar óperusýningar á ári. Saga óperu hér á landi bendir til annars. Árið 1982, þegar Íslendingar voru um 230.000 talsins, sóttu um 60.000 manns óperusýningar. Þá sýndi Þjóðleikhúsið tvær stórar óperur og Íslenska óperan þrjár. Þetta jafngildir því að rúmlega fjórðungur þjóðarinnar hafi farið á óperusýningu á einu ári . Markaðsforsendur óperu í norrænu samhengi Á Norðurlöndum eru þjóðaróperur starfandi í öllum löndum nema á Íslandi. Ætla má að samfélagsgerðin á Norðurlöndum geri að verkum að markaðsforsendur óperustarfsemi séu um margt sambærilegar og því ekki úr vegi að líta til þess hvað þar er vel gert. Frændur okkar Svíar reka mörg óperuhús og setja upp fjölda óperusýninga sem eru vel sóttar og er óperuflutningur mikilvægur hluti af sviðslistaflórunni í Svíþjóð. Sem dæmi má nefna Gautaborgaróperuna sem er að fullu í opinberri eigu. Þar eru ópera og dans undir sama þaki og má nefna að Katrín Hall er þar listdansstjóri. Þar er starfræktur söngvarahópur (ensemble) sem gerir húsinu kleift að halda samfellu í starfsemi. Gautaborgaróperan er geysivinsæl og gestafjöldinn er um 13% af íbúafjölda svæðisins. Sé þess freistað að leggja mat á hugsanlegan fjölda óperugesta á Íslandi mætti til gamans heimfæra þessa hlutfallstölu Gautaborgaróperunnar á íslenskan veruleika. Þó setja verði ákveðinn fyrirvara um réttmæti slíkrar yfirfærslu getur hún engu að síður gefið vísbendingar um stærð markaðarins. Sé gengið útfrá þvi að landsmenn allir séu markhópur óperunnar og aðsókn sambærileg við Gautaborgaróperuna þá má ætla að hugsanlegur fjöldi óperugesta á Íslandi sé um 50.000 en ef einvörðungu er litið til höfuðborgarsvæðisins væru þeir um 30.000 talsins. Vinsælustu óperusýningar á Íslandi hafa dregið til sín um 15.000 – 20.000 gesti. Hér mætti nefna að um 27.000 gestir sáu óperuna Carmen í þjóðleikhúsinu árið 1975. Þessar tölur sýna ef til vill að samanburðurinn við Gautaborg er ekki fráleitur. Gögn frá Hörpu: Sterkur menningarmarkaður Nýleg skýrsla um hagræn áhrif Hörpu staðfestir að áhugi Íslendinga á menningarviðburðum er mikill. Að meðaltali sækja 400.000 – 500.000 manns árlega viðburði í Hörpu, og um 70–75% þeirra viðburða eru tónleikar eða sviðslistaviðburðir. Þar undir falla meðal annars óperusýningar. Samkvæmt sömu skýrslu hefur yfir 70% þjóðarinnar sótt menningarviðburð á síðasta ári . Þetta gefur til kynna að áhugi og þátttaka Íslendinga í tónlist og sviðslistum sé meiri en margir gera sér grein fyrir. Auk þess sem alþjóðleiki óperulistformsins ætti að höfða vel til erlendra gesta Hörpu sem samkvæmt skýrslunni eru um 15-20%. Með óperuuppfærslur sem hluta af reglulegri starfsemi Hörpu, má áætla að markhópur óperu geti stækkað með reglubundnu framboði. Nýir áhorfendur Gott dæmi um það hvernig ópera hefur orðið aðgengilegri og hefur náð til nýrra áhorfenda á undanförum misserum eru sýningar Kammeróperunnar í Borgarleikhúsinu á Brúðkaupi Fígarós. Auk þess að vera afar vel heppnuð uppfærsla með sterka skírskotun í samtímann og sungin á íslensku naut hún góðs af kortasölu Borgarleikhússins þar sem nokkrar sýningar á Brúðkaupinu voru til boða í kortatilboðum hússins. Um 50% áhorfenda á þessum sýningum keyptu miðana í gegnum kortasöluna. Sýningin gengur enn fyrir fullu húsi og er 11. sýningin á dagskrá nú í apríl. Þetta dæmi sýnir að sambúð óperu við leikhús sem nú þegar hefur fjölda fastagesta getur haft jákvæð áhrif á aðsókn og stækkað áhorfendahópinn. Í vetur hafa verið settar á svið nokkrar óperur sem hafa notið vinsælda, má þar t.d. nefna Hliðarspor Þórunnar Guðmundsdóttur sem var sýnd í Gamla Bíói, Brím þeirra Friðriks Margrétar- Guðmundssonar og Adolfs Smára Unnarssonar sýnd í Tjarnarbíói, Rakarinn í Sevilla í uppfærslu Óðs sýndur í NASA. Fullyrða má að þessar sýningar og fleiri hafi náð til nýrra áhorfenda ekki síst þeirra sem eru af yngri kynslóðinni. Samfella í starfsemi Ein meginforsendan fyrir samfelldri starfsemi í óperurekstri er að við húsið sé starfræktur söngvarahópur (ensemble). Þetta skipulag er algengt í Þýskalandi þar sem flest óperuhús álfunnar er að finna. Það hefur marga kosti t.d. veitir það möguleika á að dreifa sýningum yfir lengra tímabil, sýna fleiri verkefni samhliða, möguleika á endurupptöku og dregur auk þess úr kvöldkostnaði. Á Íslandi, einkum hin síðari ár, hefur borið á því að hætt hefur verið við sýningar fyrir fullu húsi og vinsælar uppfærslur ekki endursýndar. Með því breytta skipulagi sem nú er mælt fyrir á Alþingi hefur Óperan í Þjóðleikhúsinu allar forsendur til að fjölga óperugestum og draga úr kostnaði með skynsamlegri nýtingu innviða og opnu aðgengi. Opinber stuðningur er lykilatriði Óperuflutningur er dýrasta form sviðslista og hvergi í Evrópu er slíkur rekstur sjálfbær án opinbers stuðnings. Þar sem aðrar þjóðir hafa tryggt samfélagslegan aðgang með stofnun þjóðaróperu, hefur Ísland setið eftir. Með frumvarpinu um Þjóðaróperu innan vébanda Þjóðleikhússins gefst tækifæri til að jafna stöðuna. Samrekstur við Þjóðleikhúsið mun einnig gera nýtingu innviða skilvirkari, styrkja rekstrargrundvöllinn og stuðla að aukinni fjölbreytni í sýningum . Ætla má að aukið framboð og betra aðgengi að fjölbreyttum óperusýningum sem einnig eru hluti af leikskrá Þjóðleikhússins og njóta góðs af „Hörpu-áhrifunum“ verði til þess að áhorfendahópur óperunnar stækki og geti hugsanlega náð fyrri vinsældum. Öflugt fræðslustarf og sýningar á landsbyggðinni með þátttöku heimamanna ættu einnig að hafa jákvæð áhrif. Tækifæri sem þarf að nýta Óperulist er ekki aðeins listform fyrir fáa. Í gegnum árin hefur íslensk óperustarfsemi sýnt að hún getur náð til breiðs hóps þjóðarinnar. Fjölgun sýninga, samfella í rekstri og markviss markaðssetning eru lykilatriði til að byggja upp þann áhorfendahóp sem grasrótin hefur sýnt að er til staðar. Þjóðarópera er ekki óskhyggja heldur raunsæ viðurkenning á því að Ísland er fullfært um að standa undir öflugri óperustarfsemi. Höfundur er óperusöngkona
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar