Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. apríl 2025 21:03 Nemendafélagið Kínema hélt nemendafund í dag til að ræða stöðu mála. Aðsend/Katrín Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru mjög óánægðir með tillögu mennta- og barnamálaráðherra um að Tækniskólinn taki við nemendunum svo þeir fái að ljúka námi sínu. Fulltrúar nemendafélags skólans segja upplýsingaflæði til nemenda og kennara lélegt. Þá ætla þau að senda ráðherra opið bréf og safna dósum fyrir reikningum skólans. Greint var frá í lok mars að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands væri gjaldþrota. Kennarar höfðu þá unnið launalaust í tvo mánuði og einnig greitt rafmagnsreikning fyrir skólann úr eigin vasa. Það var þá skýr von rektors, starfsfólks og kennara skólans að mennta- og barnamálaráðuneytið myndi aðstoða þau. Lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra var að nemendur skólans yrðu færðir í Tækniskólann og fengju að ljúka námi sínu þar. Í yfirlýsingu frá rektor, kennurum og starfsfólki í dag mótmæla þau harðlega „Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð náms í kvikmyndagerð á Íslandi eftir að rekstrarfélag skólans varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Samráðsleysi menntamálaráðuneytisins undanfarnar vikur hefur verið algjört og ljóst að viðbrögð stjórnvalda ógna menntun og framtíð kvikmyndagerðar í landinu,“ segir í yfirlýsingu Kínemu, nemendafélagi Kvikmyndaskóla Íslands. „Við viljum að þetta haldi áfram að vera Kvikmyndaskóli Íslands hjá okkur og þessi lausn sem var komin með Rafmennt, að hún verði skoðuð,“ segir Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema, í samtali við fréttastofu. Rafmennt, félag Rafiðnaðarsambands Íslands, greindi frá í yfirlýsingu að þeir hefðu sóst eftir því að taka við rekstri skólans en hefðu ekki fengið stuðning úr stjórnsýslunni. „Lausnin sem að þeir komu með var að námið myndi halda áfram eins og það er núna,“ segir Breki Snær Baldursson, varaforseti Kínema. Frétta af öllu í gegnum fjölmiðla „Málið er að við vitum ekkert um Tækniskólann, við erum að heyra allt bara frá fjölmiðlum, þau eru ekki að tala um neitt við okkur eða kennarana,“ segir Katrín. Katrín og Breki segja upplýsingaflæðið úr stjórnsýslunni og frá Tækniskólanum lítið sem ekkert. Þau hafi frétt af nemendafundi sem halda á fyrir nemendur Kvikmyndaskólans í Tækniskólanum á mánudag frá fréttamanni Ríkistúvarpsins. „Tækniskólinn er ekkert búinn að hafa samband við okkur um þennan fund en greinilega búin að nefna það við fréttamann hjá RÚV,“ segir Breki. Kennararnir fái einnig upplýsingar eingöngu í gegnum fjölmiðla. Að sögn Katrínar og Breka hafi Hlín Jóhannsdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, frétt af tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins tíu mínútum áður en það var birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Svo sáum við fréttina korter seinna og allir bara ha?“ segir Katrín. Nemendur höfðu fengið þær fregnir að Rafmennt myndi taka við stjórn skólans og því verið hissa þegar fréttir bárust um færslu nemenda í Tækniskólann. Tækniskólinn bjóði ekki upp á námið sem þau sækjast eftir „Við ætlum að láta rödd okkar heyrast. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum,“ segir Katrín. Nemendafélagið vinnur nú að því að skrifa opið bréf til Guðmundar Inga þar sem skoðunum þeirra er komið á framfæri. „Við viljum vera í Kvikmyndaskólanum út af þekkingu og reynslu og tengslum sem að maður fær þaðan,“ segir Katrín og Breki tekur undir. „Það er búið að vera þróa þetta nám í þrjátíu ár,“ segir Breki. Tækniskólinn bjóði einnig ekki upp á nám sem samsvarar náminu í Kvikmyndaskólanum sem var það sem nemendurnir sóttust upphaflega eftir. Í Kvikmyndaskólanum eru fjórar námsbrautir en einungis ein í Tækniskólanum. Bæði Breki og Katrín eru þá ekki ánægð með að þróun námsbrautarinnar í Tækniskólanum muni fara fram samhliða þeirra eigin námi. Það sé ekki það sem þau sóttust eftir þegar þau hófu nám í Kvikmyndaskólanum. Safna dósum fyrir reikningum skólans Þá séu nemendurnir, sem eru um sjötíu talsins, og kennararnir orðnir afar nánir og líta Breki og Katrín á skólann sem eina stóra fjölskyldu. Þau hafi því heldur ekki verið ánægð með að kennararnir starfi launalaust við kennsluna og hafi greitt rafmagnsreikning skólans úr eigin vasa. „Okkur finnst það bara hræðilegt. Við nemendurnir erum núna að safna dósum til að safna fyrir næstu reikningum,“ segir Katrín. „Maður er samt svo rosalega þakklátur að þau vilji vera hér og kenna okkur þrátt fyrir að fá ekki greitt fyrir það.“ „Okkur finnst þetta rosalega og við erum mjög slegin yfir þessu.“ Skóla- og menntamál Gjaldþrot Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51 Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37 Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Greint var frá í lok mars að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands væri gjaldþrota. Kennarar höfðu þá unnið launalaust í tvo mánuði og einnig greitt rafmagnsreikning fyrir skólann úr eigin vasa. Það var þá skýr von rektors, starfsfólks og kennara skólans að mennta- og barnamálaráðuneytið myndi aðstoða þau. Lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra var að nemendur skólans yrðu færðir í Tækniskólann og fengju að ljúka námi sínu þar. Í yfirlýsingu frá rektor, kennurum og starfsfólki í dag mótmæla þau harðlega „Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð náms í kvikmyndagerð á Íslandi eftir að rekstrarfélag skólans varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Samráðsleysi menntamálaráðuneytisins undanfarnar vikur hefur verið algjört og ljóst að viðbrögð stjórnvalda ógna menntun og framtíð kvikmyndagerðar í landinu,“ segir í yfirlýsingu Kínemu, nemendafélagi Kvikmyndaskóla Íslands. „Við viljum að þetta haldi áfram að vera Kvikmyndaskóli Íslands hjá okkur og þessi lausn sem var komin með Rafmennt, að hún verði skoðuð,“ segir Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema, í samtali við fréttastofu. Rafmennt, félag Rafiðnaðarsambands Íslands, greindi frá í yfirlýsingu að þeir hefðu sóst eftir því að taka við rekstri skólans en hefðu ekki fengið stuðning úr stjórnsýslunni. „Lausnin sem að þeir komu með var að námið myndi halda áfram eins og það er núna,“ segir Breki Snær Baldursson, varaforseti Kínema. Frétta af öllu í gegnum fjölmiðla „Málið er að við vitum ekkert um Tækniskólann, við erum að heyra allt bara frá fjölmiðlum, þau eru ekki að tala um neitt við okkur eða kennarana,“ segir Katrín. Katrín og Breki segja upplýsingaflæðið úr stjórnsýslunni og frá Tækniskólanum lítið sem ekkert. Þau hafi frétt af nemendafundi sem halda á fyrir nemendur Kvikmyndaskólans í Tækniskólanum á mánudag frá fréttamanni Ríkistúvarpsins. „Tækniskólinn er ekkert búinn að hafa samband við okkur um þennan fund en greinilega búin að nefna það við fréttamann hjá RÚV,“ segir Breki. Kennararnir fái einnig upplýsingar eingöngu í gegnum fjölmiðla. Að sögn Katrínar og Breka hafi Hlín Jóhannsdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, frétt af tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins tíu mínútum áður en það var birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Svo sáum við fréttina korter seinna og allir bara ha?“ segir Katrín. Nemendur höfðu fengið þær fregnir að Rafmennt myndi taka við stjórn skólans og því verið hissa þegar fréttir bárust um færslu nemenda í Tækniskólann. Tækniskólinn bjóði ekki upp á námið sem þau sækjast eftir „Við ætlum að láta rödd okkar heyrast. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum,“ segir Katrín. Nemendafélagið vinnur nú að því að skrifa opið bréf til Guðmundar Inga þar sem skoðunum þeirra er komið á framfæri. „Við viljum vera í Kvikmyndaskólanum út af þekkingu og reynslu og tengslum sem að maður fær þaðan,“ segir Katrín og Breki tekur undir. „Það er búið að vera þróa þetta nám í þrjátíu ár,“ segir Breki. Tækniskólinn bjóði einnig ekki upp á nám sem samsvarar náminu í Kvikmyndaskólanum sem var það sem nemendurnir sóttust upphaflega eftir. Í Kvikmyndaskólanum eru fjórar námsbrautir en einungis ein í Tækniskólanum. Bæði Breki og Katrín eru þá ekki ánægð með að þróun námsbrautarinnar í Tækniskólanum muni fara fram samhliða þeirra eigin námi. Það sé ekki það sem þau sóttust eftir þegar þau hófu nám í Kvikmyndaskólanum. Safna dósum fyrir reikningum skólans Þá séu nemendurnir, sem eru um sjötíu talsins, og kennararnir orðnir afar nánir og líta Breki og Katrín á skólann sem eina stóra fjölskyldu. Þau hafi því heldur ekki verið ánægð með að kennararnir starfi launalaust við kennsluna og hafi greitt rafmagnsreikning skólans úr eigin vasa. „Okkur finnst það bara hræðilegt. Við nemendurnir erum núna að safna dósum til að safna fyrir næstu reikningum,“ segir Katrín. „Maður er samt svo rosalega þakklátur að þau vilji vera hér og kenna okkur þrátt fyrir að fá ekki greitt fyrir það.“ „Okkur finnst þetta rosalega og við erum mjög slegin yfir þessu.“
Skóla- og menntamál Gjaldþrot Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51 Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37 Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51
Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07