Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 09:44 Stél þyrlunnar sprakk af í miðju flugi og hrapaði hún síðan á hvolfi ofan í Hudson-á. Ap Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um þyrluslysið. Rafn Herlufsen og fjórtán ára sonur hans voru á ferðalagi um New York í tilefni þess að sonurinn var að fermast. Á þriðjudeginum fóru þeir í Madison Square Garden að fylgjast með æsispennandi leik New York Knicks og Boston Celtics sem endaði með tveggja stiga tapi heimamanna, 117-119. Á fimmtudaginn fóru þeir í útsýnisflug með Bell 206-þyrlu hjá New York Helicopter Tours. Rafn flaug í annað skiptið með fyrirtækinu en sonurinn í fyrsta sinn. Þeir fengu mynd af sér með þyrlunni, rétt eins og fjölskyldan sem lést í slysinu og flugu síðan yfir Frelsisstyttuna, Ellis-eyju og One World Trade Center. „Ég elska borgina,“ sagði Rafn við New York Times. Ekki kemur fram nákvæmlega hvenær fegarnir flugu með þyrlunni en það virðist hafa verið nokkrum klukkustundum áður en þyrlan hrapaði til jarðar. Escobar-fjölskyldan, hjónin Agustin og Mercé og þrjú börn þeirra, mættu á þyrlupallinn klukkan 15, fengu mynd af sér og fóru í kjölfarið upp í þyrluna. Eftir rúmlega korterstúr þá splundraðist þyrlan í loftinu og hrapaði ofan í Hudson-á með þeim afleiðingum að allir létust. Síminn logaði eftir slysið Rafn lýsti því við New York Times að skilaboðum og símtölum hafi byrjað að rigna inn til hans fljótlega eftir slysið. Hann hafi þá fattað að þeir hefðu flogið með sömu þyrlu. Þyrluslysið hafi tekið sérstaklega á son Rafns, það væri erfitt að vera fjórtán ára og upplifa svona mikla nálægð við dauðann. Hins vegar ætluðu þeir feðgarnir að enda ferðina á jákvæðum nótum. „Við eigum einn dag eftir af New York-dvöl okkar,“ sagði Rafn við New York Times á fimmtudag. Hann ætlaði ekki að láta þetta skemma þessa tímamótaferð þeirra feðga. Bandaríkin Íslendingar erlendis Samgönguslys Fréttir af flugi Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um þyrluslysið. Rafn Herlufsen og fjórtán ára sonur hans voru á ferðalagi um New York í tilefni þess að sonurinn var að fermast. Á þriðjudeginum fóru þeir í Madison Square Garden að fylgjast með æsispennandi leik New York Knicks og Boston Celtics sem endaði með tveggja stiga tapi heimamanna, 117-119. Á fimmtudaginn fóru þeir í útsýnisflug með Bell 206-þyrlu hjá New York Helicopter Tours. Rafn flaug í annað skiptið með fyrirtækinu en sonurinn í fyrsta sinn. Þeir fengu mynd af sér með þyrlunni, rétt eins og fjölskyldan sem lést í slysinu og flugu síðan yfir Frelsisstyttuna, Ellis-eyju og One World Trade Center. „Ég elska borgina,“ sagði Rafn við New York Times. Ekki kemur fram nákvæmlega hvenær fegarnir flugu með þyrlunni en það virðist hafa verið nokkrum klukkustundum áður en þyrlan hrapaði til jarðar. Escobar-fjölskyldan, hjónin Agustin og Mercé og þrjú börn þeirra, mættu á þyrlupallinn klukkan 15, fengu mynd af sér og fóru í kjölfarið upp í þyrluna. Eftir rúmlega korterstúr þá splundraðist þyrlan í loftinu og hrapaði ofan í Hudson-á með þeim afleiðingum að allir létust. Síminn logaði eftir slysið Rafn lýsti því við New York Times að skilaboðum og símtölum hafi byrjað að rigna inn til hans fljótlega eftir slysið. Hann hafi þá fattað að þeir hefðu flogið með sömu þyrlu. Þyrluslysið hafi tekið sérstaklega á son Rafns, það væri erfitt að vera fjórtán ára og upplifa svona mikla nálægð við dauðann. Hins vegar ætluðu þeir feðgarnir að enda ferðina á jákvæðum nótum. „Við eigum einn dag eftir af New York-dvöl okkar,“ sagði Rafn við New York Times á fimmtudag. Hann ætlaði ekki að láta þetta skemma þessa tímamótaferð þeirra feðga.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Samgönguslys Fréttir af flugi Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira