Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 14. apríl 2025 13:01 Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun