„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2025 13:30 Finnur Freyr hefur aldrei stýrt Val til sigurs gegn Grindavík í Smáranum en þarf að gera það í kvöld. Vísir / Diego Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. „Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
„Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur.
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira