„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 17:17 Stuðningsmenn Dallas Mavericks tóku Luka Doncic fagnandi þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll og fór á kostum í búningi LA Lakers. Getty/Sam Hodde Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33