Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 15. apríl 2025 07:02 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist fyrsti hluti tillögupakkans sem snýr að samvinnu og skipulagi. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 1: SAMVINNA OG SKIPULAG - 8 tillögur Tillaga 1 – Fækka stöðugildum og minnka yfirbyggingu Ráðast þarf í heildstætt mat og endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar og rýni á mannaflaþörf með það að markmiði að minnka yfirbyggingu, fækka stöðugildum og lækka launakostnað. Halda þarf áfram með ráðningabann borgarinnar og innleiða gervigreind og stafrænar lausnir með markvissum hætti til að bæta þjónustu og fækka handtökum. Tillaga 2 – Auka hagkvæmni í innkaupum Taka til í innkaupum og athuga hvort það er ekki tilefni að gera rammasamninga á grundvelli útboða og kaupa rekstrarvörur og búnað í magninnkaupum fyrir starfsstaði borgarinnar. Samræma og samnýta stafrænar lausnir á milli starfsstöðva ásamt því að endurskoða eða segja upp áskriftum að lausnum sem ekki eru nýttar eða hægt að nýta aðrar lausnir í sama tilgangi. Tillaga 3 – Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Færa nauðsynleg verkefni til annarra fagsviða og leggja önnur verkefni niður eða færa þau yfir til ríkisins sem nú er að stofna Mannréttindastofnun. Tillaga 4 – Samstarf um heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisnefndir á höfuðborgarsvæðinu Samstarf eða sameining heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefnda á höfuðborgarsvæðinu skapar aukið hagræði í rekstri og dregur úr yfirbyggingu. Jafnframt væri hægt að skoða hvort tilefni sé til að útvista ákveðnum verkefnum sem ekki er nauðsynlegt að opinberir aðilar sinni. Tillaga 5 – Bjóða út sorphirðu Bjóða út rekstur á sorphirðu borgarinnar með það fyrir augum að auka fyrirsjáanleika og hagræða í rekstri sorphirðu. Tillaga 6 – Bjóða út akstursleiðir Strætó Bjóða ætti út akstursleiðir Strætó með það fyrir augum að hagræða og auka fyrirsjáanleika í rekstri Strætó. Samkvæmt greiningu KPMG í júní 2024 er kostnaður á ekinn km í aðkeyptum akstri um 13% lægri en hjá Strætó eða um 109 kr. á hvern ekinn km dísel-vagna. Tillaga 7 – Útvista stafrænum verkefnum Útvista stafrænum verkefnum í auknum mæli með það fyrir augum að auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við stafræn verkefni og þjónustu. Tillaga 8 – Útboð eða tilboða aflað í verklegar framkvæmdir Aflað verði tilboða í allar verklegar framkvæmdir eða þær settar í útboð með það að markmiði að fá hagstæðasta tilboðið í verkið. Hér er ekki átt við minniháttar viðhaldsverkefni eða smáverk. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist fyrsti hluti tillögupakkans sem snýr að samvinnu og skipulagi. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 1: SAMVINNA OG SKIPULAG - 8 tillögur Tillaga 1 – Fækka stöðugildum og minnka yfirbyggingu Ráðast þarf í heildstætt mat og endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar og rýni á mannaflaþörf með það að markmiði að minnka yfirbyggingu, fækka stöðugildum og lækka launakostnað. Halda þarf áfram með ráðningabann borgarinnar og innleiða gervigreind og stafrænar lausnir með markvissum hætti til að bæta þjónustu og fækka handtökum. Tillaga 2 – Auka hagkvæmni í innkaupum Taka til í innkaupum og athuga hvort það er ekki tilefni að gera rammasamninga á grundvelli útboða og kaupa rekstrarvörur og búnað í magninnkaupum fyrir starfsstaði borgarinnar. Samræma og samnýta stafrænar lausnir á milli starfsstöðva ásamt því að endurskoða eða segja upp áskriftum að lausnum sem ekki eru nýttar eða hægt að nýta aðrar lausnir í sama tilgangi. Tillaga 3 – Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Færa nauðsynleg verkefni til annarra fagsviða og leggja önnur verkefni niður eða færa þau yfir til ríkisins sem nú er að stofna Mannréttindastofnun. Tillaga 4 – Samstarf um heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisnefndir á höfuðborgarsvæðinu Samstarf eða sameining heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefnda á höfuðborgarsvæðinu skapar aukið hagræði í rekstri og dregur úr yfirbyggingu. Jafnframt væri hægt að skoða hvort tilefni sé til að útvista ákveðnum verkefnum sem ekki er nauðsynlegt að opinberir aðilar sinni. Tillaga 5 – Bjóða út sorphirðu Bjóða út rekstur á sorphirðu borgarinnar með það fyrir augum að auka fyrirsjáanleika og hagræða í rekstri sorphirðu. Tillaga 6 – Bjóða út akstursleiðir Strætó Bjóða ætti út akstursleiðir Strætó með það fyrir augum að hagræða og auka fyrirsjáanleika í rekstri Strætó. Samkvæmt greiningu KPMG í júní 2024 er kostnaður á ekinn km í aðkeyptum akstri um 13% lægri en hjá Strætó eða um 109 kr. á hvern ekinn km dísel-vagna. Tillaga 7 – Útvista stafrænum verkefnum Útvista stafrænum verkefnum í auknum mæli með það fyrir augum að auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við stafræn verkefni og þjónustu. Tillaga 8 – Útboð eða tilboða aflað í verklegar framkvæmdir Aflað verði tilboða í allar verklegar framkvæmdir eða þær settar í útboð með það að markmiði að fá hagstæðasta tilboðið í verkið. Hér er ekki átt við minniháttar viðhaldsverkefni eða smáverk. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar