Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 16. apríl 2025 18:00 Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun