„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2025 22:57 Þorleifur Ólafsson segir þetta hafa verið ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel þrátt fyrir tap í kvöld og að liðið sé komið í sumarfrí Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. „Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
„Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira