„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 23:50 Flugvél flugfélagsins Mýflug en félagið dró verulega úr rekstri á dögunum. Skjáskot/Stöð 2 Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“ Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“
Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira