Erlent

Lést í snjó­flóði í Ölpunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Tré hafa fallið á vegi á svæðinu í kringum Alpana vegna gríðarlegs magns af snjó.
Tré hafa fallið á vegi á svæðinu í kringum Alpana vegna gríðarlegs magns af snjó. EPA

27 ára breskur ferðamaður lést í snjóflóði í Ölpunum. Gríðarlegt magn af snjó er á svæðinu sem hefur ollið rafmagnstruflunum og vegalokunum.

Maðurinn varð fyrir snjóflóði og ferðaðist um fimmtán metra. Hann fékk hjartaáfall og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést.

Fjöldinn allur af ferðamönnum leggur leið sína í Alpana til að stunda vetraríþróttir. Vegna mikils magns af snjó hefur vegum um svæðið verið lokað. Þúsundir eru án rafmagns í austurhluta Frakklands. 

Þrátt fyrir að oft er mikill snjór á svæðinu hefur magninu verið lýst sem óvenjulega miklu.

Serge Revial, bæjarstjóri Tignes í Frakklandi segir að mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu og var íbúum og ferðamönnum á svæðinu sagt að halda sig innandyra. Ákvörðunin var tekin „til að vernda fólkið“ segir í umfjöllun BBC.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur einnig ritað pistil um veðrið á svæðinu á Facebook síðu sinni.

„Sá einhvers staðar mælda yfir 300 mm á einum sólarhring, en hef ekki rekist á greinargott yfirlit yfir úrkomumagn. Í gær og fyrradag var fólk m.a. varað við að vera á ferðinni í dölunum þremur í Frakklandi, ekki bara vegna snjóflóðahættu, heldur gæti það hæglega orðið innlyksa,“ skrifar Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×