Valsstelpur töpuðu fyrsta leik sínum á Scania Cup en unnu næstu fimm og tryggðu sér titilinn.
Í úrslitaleiknum sigraði Valur Kungsholmen Basket frá Svíþjóð, 38-30. Rún Sveinbjörnsdóttir skoraði 21 stig fyrir Val en hún var valin Scania drottning mótsins. Rún var með 27,7 stig að meðaltali í leikjunum sex á Scania Cup.
Scania Cup meistarar Vals
- Rún Sveinbjörnsdóttir
- Íris Lóa Hermannsdóttir
- Heiðrún Helena Svansdóttir
- Eyja Garðarsdóttir
- Elma Kristín Stefánsdóttir
- Hugrún Edda Kristinsdóttir
- Fransiska Ingadóttir
- Ella Theodora Kazooba Devos
- Nína Gísladóttir
Í úrslitaleik 10. flokks drengja vann KR fjögurra stiga sigur á Alvik Basket frá Svíþjóð, 61-65.

Benoni Stefan Andrason skoraði þrjátíu stig fyrir KR-inga í úrslitaleiknum og var með 30,8 stig að meðaltali í leikjunum sex á Scania Cup. Hann var valinn Scania kóngur mótsins.
Þess má geta að faðir hans, Andri Stefan, vann fjölmarga titla sem leikmaður Hauka í handbolta í byrjun aldarinnar.
Scania Cup meistarar KR
- Benoni Stefan Andrason
- Djordje Arsic
- Jóhannes Ragnar Hallgrímsson
- Orri Ármannsson
- Arnar Reynisson
- Savo Rakanovic
- Emil Björn Kárason
- Kári Arnarsson
- Benedikt Sveinsson Blöndal
- Guðmundur Orri Jóhannsson
- Haraldur Áss Liljuson
- Gunnar Wanai Viktorsson