Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 20:47 Hvalurinn er um sex metrar að lengd og er ástand hans enn nokkuð gott. „Nágranni minn var að smala kindum og ég ætlaði að kíkja hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum þegar við gengum fram á þetta í fjörunni,“ segir Sigurður Jakobsson um hval sem rak nýlega á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land. Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land.
Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira