Hörður undir feldinn Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2025 07:33 Hörður Unnsteinsson stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna er kominn með KR-liðið upp í efstu deild, deildina sem hann fjallar um vikulega á Stöð 2 Sport. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum. KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“ Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“
Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira