Luka Doncic var með 31 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann 94-85 sigur á Minnesota Timberwolves. Timberwolves vann fyrsta leikinn en tveir fyrstu leikirnir fóru fram á heimavelli Lakers.
LeBron James bætti við 21 stigi, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum og þá var Austin Reaves með 16 stig.
Julius Randle skoraði 27 stig fyrir Timberwolves og Anthony Edwards var með 25 stig.
LUKA PUTS ON A SHOW, LAKERS TIE UP THE SERIES 💯🔥
— NBA (@NBA) April 23, 2025
31 PTS
12 REB
9 AST
Game 3: Friday (4/25), 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/fbVdA1TtBM
Oklahoma City Thunder burstaði annan leikinn í röð á móti Memphis Grizzlies en liðið vann 19 stiga sigur í nótt, 118-99. Thunder er 2-0 í leikjum og +70 í stigum í einvíginu.
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig, Jalen Williams var með 24 stig og Chet Holmgren skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og varði 5 skot. Jaren Jackson Jr. skoraði 26 stig fyrir Memphis og Ja Morant var með 23 stig.
PACERS STAR DUO SHINE IN GAME 2 🔥🙌
— NBA (@NBA) April 23, 2025
Siakam: 24 PTS, 11 REB, 3 STL
Haliburton: 21 PTS, 5 REB, 12 AST
📊 Indiana leads series 2-0 pic.twitter.com/HNpIFz7j33
Indiana Pacers er 2-0 yfir á móti Milwaukee Bucks eftir 123-115 sigur í nótt. Tyrese Haliburton var frábær með 21 stig og 12 stoðsendingar en Pascal Siakam var atkvæðamestur með 24 stig og 11 fráköst.
Giannis Antetokounmpo bauð upp á svakalegar tölur, 34 stig, 18 fráköst og 7 stoðsendingar, en það dugði ekki til. Bobby Portis kom með 28 stig og 12 fráköst af bekknum.
🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆
— NBA (@NBA) April 23, 2025
▪️ IND goes ahead 2-0
▪️ LAL ties it up 1-1
The #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with 3 Game 2s on TNT & NBA TV! pic.twitter.com/EydP01d9X1