„Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 10:00 Kristaps Porzingis fékk stóran skurð á ennið en kann að höndla slíkt eins og þjálfari hans Jo Mazzulla talaði um eftir leik. Samsett/Getty Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla. Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri. NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira
Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri.
NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira