Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 07:31 Anthony Edwards og LeBron James í átökum í leiknum í gær. James er núna einu tapi frá því að fara í sumarfrí. Getty/Robert Gauthier Anthony Edwards og félagar í Minnesota Timberwolves eru langt komnir með að senda stjörnur LA Lakers í snemmbúið sumarfrí eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir) NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir)
NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira