Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 17:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill gera Kanada að 51. fylki Bandaríkjanna. EPA Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira