„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 28. apríl 2025 23:43 Jóhann Ólafsson á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. „Við vorum góðir á báðum endum vallarins. Skutum vel og pössuðum miklu betur upp á hann en í síðasta leik. Við náðum að stýra tempóinu betur og hafa leikinn eins og okkar hentar vel lengur en í fyrstu tveimru leikjum seríunnar,“ sagði Jóhann sáttur. „Við erum með gott sóknarlið og við fengum orku og góðar frammistöður frá Arnóri og Braga sem skiptu miklu máli. Ólafur er svo að komast í sitt fyrra form og hann hefur spilað vel í úrslitakeppninni frá því að hann átti slæman dag í fyrsta leiknum á móti Val,“ sagði hann um bróður sinn. „Við náðum að standast áhlaup þeirra í fjórða leikhluta. Þeir vilja sprengja leikinn upp og keyra upp hraðann. Þeir reyna að ýta og berja frá sér og við bara settum kassann út og tókumst vel á við það,“ sagði Jóhann hreykinn. Jeremy Pergo fór meiddur af velli undir lok leiksins eftir að hafa meiðst aftan í læri. Jóhann vonaðist eðlilega til þess að meiðslin væru ekki alvarleg: „Ég talaði við sjúkraþjálfarann eftir leik og hann sagðist telj að þetta væri ekki alvarlegt. Við verðum bara að vona það besta og Pargo verði mættur á parketið í Smárnum á fimmtudaginn,“ sagði Jóhann. „Mig langar að hrósa bæði leikmönnum og stuðningsmönnum okkar fyrir að mæta vel stemmd til leiks í kvöld. Leikmenn sýndu hugrekki og góða frammistöðu og við fengum frábæran stuðning. Það er ekki sjálfgefið eftir tvo tapleiki og stuðningurinn ýtti okkur yfir línuna,“ sagði hann. Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
„Við vorum góðir á báðum endum vallarins. Skutum vel og pössuðum miklu betur upp á hann en í síðasta leik. Við náðum að stýra tempóinu betur og hafa leikinn eins og okkar hentar vel lengur en í fyrstu tveimru leikjum seríunnar,“ sagði Jóhann sáttur. „Við erum með gott sóknarlið og við fengum orku og góðar frammistöður frá Arnóri og Braga sem skiptu miklu máli. Ólafur er svo að komast í sitt fyrra form og hann hefur spilað vel í úrslitakeppninni frá því að hann átti slæman dag í fyrsta leiknum á móti Val,“ sagði hann um bróður sinn. „Við náðum að standast áhlaup þeirra í fjórða leikhluta. Þeir vilja sprengja leikinn upp og keyra upp hraðann. Þeir reyna að ýta og berja frá sér og við bara settum kassann út og tókumst vel á við það,“ sagði Jóhann hreykinn. Jeremy Pergo fór meiddur af velli undir lok leiksins eftir að hafa meiðst aftan í læri. Jóhann vonaðist eðlilega til þess að meiðslin væru ekki alvarleg: „Ég talaði við sjúkraþjálfarann eftir leik og hann sagðist telj að þetta væri ekki alvarlegt. Við verðum bara að vona það besta og Pargo verði mættur á parketið í Smárnum á fimmtudaginn,“ sagði Jóhann. „Mig langar að hrósa bæði leikmönnum og stuðningsmönnum okkar fyrir að mæta vel stemmd til leiks í kvöld. Leikmenn sýndu hugrekki og góða frammistöðu og við fengum frábæran stuðning. Það er ekki sjálfgefið eftir tvo tapleiki og stuðningurinn ýtti okkur yfir línuna,“ sagði hann.
Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira