Skoðun

Reykja­víkur­borg á flestar félags­legar í­búðir en Garða­bær rekur lestina

Heimir Már Pétursson skrifar

Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar.

Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi.

Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni.

Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum.

Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins.

Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins.

Sveitarfélag

Félagslegar leiguíbúðir

Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa

Hlutfall af fullbúnum íbúðum

Reykja­vík­ur­borg

2.870

20,7

4,9%

Kópa­vogs­bær

453

11,3

3,0%

Hafn­ar­fjarðar­kaupstaður

282

8,9

2,4%

Reykja­nes­bær

221

9,8

2,6%

Garðabær

44

2,2

0,6%

Ak­ur­eyr­ar­bær

302

15,1

3,4%

Mos­fells­bær

43

3,1

0,9%

Sveitarfélagið Árborg

15

1,2

0,3%

Akra­nes­kaupstaður

36

4,3

1,1%

Múlaþing

49

9,4

2,2%

Seltjarn­ar­nes­bær

14

3,1

0,8%

Vest­manna­eyja­bær

38

8,5

2,0%

Skaga­fjörður

58

13,4

2,9%

Borg­ar­byggð

18

4,4

0,9%

Suður­nesja­bær

27

6,6

1,9%

Hvera­gerðis­bær

7

2,1

0,5%

Norðurþing

22

7,1

1,6%

Sveitarfélagið Ölfus

16

5,8

1,6%

Rangárþing eystra

7

3,4

0,8%

Rangárþing ytra

6

3,1

0,7%

Dal­vík­ur­byggð

8

4,2

1,0%

Sveitarfélagið Vog­ar

1

0,6

0,1%

Snæ­fells­bær

19

11,4

2,6%

Þing­eyj­ar­sveit

5

3,4

0,7%

Húna­byggð

9

6,6

1,4%

Bláskóga­byggð

7

5,1

1,2%

Sveitarfélagið Stykk­is­hólm­ur

6

4,7

1,0%

Húnaþing vestra

14

11,6

2,3%

Eyja­fjarðarsveit

10

8,4

2,3%

Mýr­dals­hrepp­ur

7

7,3

2,2%

Hruna­manna­hrepp­ur

10

10,9

3,0%

Hörgár­sveit

1

1,2

0,3%

Vopna­fjarðar­hrepp­ur

7

10,8

2,3%

Skaftár­hrepp­ur

8

12,8

2,9%

Langa­nes­byggð

6

10,7

2,2%

Sveitarfélagið Skagaströnd

15

32,5

7,0%

Grýtu­bakka­hrepp­ur

4

10,3

2,5%

Súðavík­ur­hrepp­ur

6

28,7

5,4%

Árnes­hrepp­ur

1

16,7

2,3%

Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×