Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar 1. maí 2025 07:31 Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar