Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar 2. maí 2025 09:02 Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Atvinnurekendur ASÍ Sunna Arnardóttir Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar