Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar 2. maí 2025 15:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun