Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 16:23 Alice Weidel er formaður Valkosts fyrir Þýskaland og hefur gagnrýnt flokkun hans sem öfgasamtök harðlega. Getty Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins. Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins.
Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35