Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Siggeir Ævarsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 5. maí 2025 23:11 Ólafur Ólafsson í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Fyrirliði Grindvíkinga átti mjög erfitt eftir tapleikinn á móti Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Klippa: Ólafur felldi tár og ætlar að vinna í sjálfum sér Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Klippa: Ólafur felldi tár og ætlar að vinna í sjálfum sér Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31
„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46
„Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47