Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 16:32 Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín. Félagið hefur sagt skilið við EuroLeague. Getty/Uwe Anspach Þýska körfuboltafélagið Alba Berlín, sem Martin Hermannsson leikur með, hefur sagt skilið við EuroLeague, sterkustu Evrópukeppni félagsliða, og mun spila í Meistaradeild FIBA í staðinn. Þetta eru stór tíðindi í evrópskum körfubolta. EuroLeague og hin lægra skrifaða EuroCup eru keppnir á vegum einkafyrirtækisins Euroleague Basketball. Keppnir sem líkt og NBA þurfa því til dæmis ekki að taka neitt tillit til undankeppna landsliða í sinni leikjadagskrá og því fylgja iðulega árekstrar. Mörg af vinsælustu og bestu félagsliðum Evrópu eiga fast sæti í EuroLeague og er erfitt að komast þar að. Það snýst sem sagt ekki aðeins um árangur í landsdeildum liðanna. Alba Berlín, sem hefur 22 sinnum orðið þýskur meistari, hefur í 24 ár leikið í EuroLeague eða EuroCup en nú hafa forráðamenn félagsins tilkynnt að svo verði ekki lengur. Þess í stað ætlar liðið að spila í Meistaradeildinni (e. Basketball Champions League) sem er sterkasta Evrópukeppnin á vegum evrópska körfuknattleikssambandsins. „Með því að taka þátt í Meistaradeildinni erum við að hefja nýjan kafla og aðlaga okkur að breyttu landslagi í evrópskum körfubolta. Skilyrðin fyrir sæti í EuroLeague hafa breyst gríðarlega. Með gildum okkar – efnahagslegri sjálfbærni, samvinnu og þróun – viljum við hjálpa til við að móta framtíðarvistkerfi evrópsks körfubolta,“ sagði Marco Baldi, stjórnandi hjá Alba Berlín. „Þetta er söguleg stund fyrir keppnina okkar,“ sagði Patrick Comninos, framkvæmdastjóri Meistaradeildarinnar. „Það að Alba Berlín komi inn í keppnina er mikill gæðastimpill fyrir okkar sýn og langímaáætlanir FIBA varðandi félagsliðakeppnir í Evrópu,“ sagði Comninos. Fjögur lið eru eftir í Meistaradeildinni og spila í undanúrslitum á föstudaginn. Galatasaray mætir La Laguna Tenerife en AEK Aþena mætir Unicaja. Alba Berlín endaði í 18. og neðsta sæti EuroLeague með aðeins fimm sigra úr 34 leikjum og var því langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Þar mætast í undanúrslitum Olympiacos og Monaco, og Fenerbahce og Panathinaikos. Körfubolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
EuroLeague og hin lægra skrifaða EuroCup eru keppnir á vegum einkafyrirtækisins Euroleague Basketball. Keppnir sem líkt og NBA þurfa því til dæmis ekki að taka neitt tillit til undankeppna landsliða í sinni leikjadagskrá og því fylgja iðulega árekstrar. Mörg af vinsælustu og bestu félagsliðum Evrópu eiga fast sæti í EuroLeague og er erfitt að komast þar að. Það snýst sem sagt ekki aðeins um árangur í landsdeildum liðanna. Alba Berlín, sem hefur 22 sinnum orðið þýskur meistari, hefur í 24 ár leikið í EuroLeague eða EuroCup en nú hafa forráðamenn félagsins tilkynnt að svo verði ekki lengur. Þess í stað ætlar liðið að spila í Meistaradeildinni (e. Basketball Champions League) sem er sterkasta Evrópukeppnin á vegum evrópska körfuknattleikssambandsins. „Með því að taka þátt í Meistaradeildinni erum við að hefja nýjan kafla og aðlaga okkur að breyttu landslagi í evrópskum körfubolta. Skilyrðin fyrir sæti í EuroLeague hafa breyst gríðarlega. Með gildum okkar – efnahagslegri sjálfbærni, samvinnu og þróun – viljum við hjálpa til við að móta framtíðarvistkerfi evrópsks körfubolta,“ sagði Marco Baldi, stjórnandi hjá Alba Berlín. „Þetta er söguleg stund fyrir keppnina okkar,“ sagði Patrick Comninos, framkvæmdastjóri Meistaradeildarinnar. „Það að Alba Berlín komi inn í keppnina er mikill gæðastimpill fyrir okkar sýn og langímaáætlanir FIBA varðandi félagsliðakeppnir í Evrópu,“ sagði Comninos. Fjögur lið eru eftir í Meistaradeildinni og spila í undanúrslitum á föstudaginn. Galatasaray mætir La Laguna Tenerife en AEK Aþena mætir Unicaja. Alba Berlín endaði í 18. og neðsta sæti EuroLeague með aðeins fimm sigra úr 34 leikjum og var því langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Þar mætast í undanúrslitum Olympiacos og Monaco, og Fenerbahce og Panathinaikos.
Körfubolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti