Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar 9. maí 2025 09:30 Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Sjá meira
Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun