Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar 9. maí 2025 09:30 Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Aron Routley Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar