Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 21:56 Ras J. Baraka, borgarstjóri Newark, mótmælir fyrir utan Delaney Hall. AP Borgarstjóri í Bandaríkjunum var handtekinn af alríkisembættismönnum á mótmælum. Hann var að mótmæla opnun nýrrar varðhaldsstöðvar fyrir innflytjendur í borginni sinni. Ras J. Baraka, borgarstjóri Newark í New Jersey, var forsprakki mótmælanna fyrir utan Delaney Hall en þar á að vista allt að þúsund innflytjendur. Yfirvöld í Newark segja GEO Group, eigendur varðhaldsstöðvarinnar, brjóta lög borgarinnar þar sem þeir höfðu ekki tilskyld leyfi. Baraka hóf mótmælin á þriðjudag og mætti aftur á miðvikudag og föstudag þar sem hann bað um aðgang að byggingunni. Alina Habba, lögfræðingur Donalds Trump og bráðabirgða saksóknari í New Jersey greindi frá handtöku Baraka á samfélagsmiðlum. Þar sagði Habba Baraka hafa farið inn á lóðina í leyfisleysi og hundsað skipanir lögreglumanna á svæðinu. „Hann kaus sjálfur að lítilsvirða lögin. Það gengur ekki í þessu fylki. Hann hefur verið færður í gæsluvarðhald. ENGINN ER YFIR LÖGIN HAFINN,“ skrifar Habba. Nálægð flugvallar skipti máli Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerði fimmtán ára samning upp á einn milljarð dollara, rúmir 130 milljarðar íslenskra króna, við GEO Group um að breyta Delaney Hall í varðhaldsstöð. Umfjöllun NYT segir nálægð byggingarinnar við stóran flugvöll lýsa áætlunum ríkisstjórnarinnar að auka brottflutning innflytjenda á norðaustur-svæði Bandaríkjanna. Frá valdatöku Trumps hefur hann sent ótalmarga innflytjendur í Bandaríkjunum úr landi og margir þeirra verið sendir í fangelsi til El Salvador. Meðal þeirra er Abrego Garcia sem var ranglega sendur úr landi. Trump segist geta komið honum aftur til Bandaríkjanna, en ætli ekki að gera það. Bandaríkin Innflytjendamál Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Ras J. Baraka, borgarstjóri Newark í New Jersey, var forsprakki mótmælanna fyrir utan Delaney Hall en þar á að vista allt að þúsund innflytjendur. Yfirvöld í Newark segja GEO Group, eigendur varðhaldsstöðvarinnar, brjóta lög borgarinnar þar sem þeir höfðu ekki tilskyld leyfi. Baraka hóf mótmælin á þriðjudag og mætti aftur á miðvikudag og föstudag þar sem hann bað um aðgang að byggingunni. Alina Habba, lögfræðingur Donalds Trump og bráðabirgða saksóknari í New Jersey greindi frá handtöku Baraka á samfélagsmiðlum. Þar sagði Habba Baraka hafa farið inn á lóðina í leyfisleysi og hundsað skipanir lögreglumanna á svæðinu. „Hann kaus sjálfur að lítilsvirða lögin. Það gengur ekki í þessu fylki. Hann hefur verið færður í gæsluvarðhald. ENGINN ER YFIR LÖGIN HAFINN,“ skrifar Habba. Nálægð flugvallar skipti máli Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerði fimmtán ára samning upp á einn milljarð dollara, rúmir 130 milljarðar íslenskra króna, við GEO Group um að breyta Delaney Hall í varðhaldsstöð. Umfjöllun NYT segir nálægð byggingarinnar við stóran flugvöll lýsa áætlunum ríkisstjórnarinnar að auka brottflutning innflytjenda á norðaustur-svæði Bandaríkjanna. Frá valdatöku Trumps hefur hann sent ótalmarga innflytjendur í Bandaríkjunum úr landi og margir þeirra verið sendir í fangelsi til El Salvador. Meðal þeirra er Abrego Garcia sem var ranglega sendur úr landi. Trump segist geta komið honum aftur til Bandaríkjanna, en ætli ekki að gera það.
Bandaríkin Innflytjendamál Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira