Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. maí 2025 20:03 Mikil ánægja er með stuttmyndaverkefnið í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Lykilinn“ var þema á bíódögum nemenda í níunda og tíunda bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi þegar þau spreyttu sig á kvikmyndagerð og veittu sín eigin óskarsverðlaun á uppskeruhátíð, sem fór fram í Bíóhúsinu á Selfossi. Það var góð stemming hjá nemendum skólans þegar uppskeruhátíð bíódaga fór fram nýlega en bíódagar er þróunarverkefni, sem byrjaði í skólanum 2018 og er hluti af Kviku, sem er námsgrein, sem stuðlar að lykil hæfni nemenda. Um stuttmyndasamkeppni er að ræða þar sem „Lykilinn“ var þemað í ár. „Svo eru þau alveg sjálfstæð og bera bara alveg ábyrgð á sér í heila viku eða þangað til að myndin er tilbúin og þau gera allt sjálf, sem tengist myndinni,“ segir Unnur Björk Hjartardóttir, umsjónarkennari í 9. bekk. „Í þessu verkefni eru þau í rauninni að sýna allt það, sem þau eru búin að læra í Kviku. Þetta er áttunda árið og við erum svo sælar með þetta, þetta er búið að ganga alveg rosalega vel. Krakkarnir eru svo skapandi, þau eru að vinna vel saman og það eru ólíkustu hópar á blandast saman,“ bætir Guðríður Svava Óskarsdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk við. Unnur Björk (t.h.) og Guðríður Svava, sem eru umsjónarkennarar í Sunnulækjarskóla eru hér með Marinó Geir Lilliendahl, sem á og rekur Bíóhúsið á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur segja Bíódaga skólans mjög, mjög skemmtilega enda einn af hápunktum skólastarfsins á vorin í 9. og 10.bekk. „Óskarsverðlaun“ eru veitt fyrir bestu myndina og allskonar önnur verðlaun, sem vekja allt mikla lukku hjá nemendum. „Þetta gekk allt mjög vel og var mjög skemmtilegt og það er ótrúlegt hvað þetta verkefni í skólanum hefur stækkað mikið. Sumir tóku sína stuttmynd upp á símann sinn en aðrir voru með alvöru vélar. Svo klipptum við og hljóðsettum“, segja þau Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Karl, sem eru öll nemendur í 10. bekk skólans. Selfossi. Fjórir af nemendunum, sem tóku þátt í stuttmyndaverkefni Sunnulækjarskóla eða þau frá vinstri, Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Kár. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Óskarsverðlaunabikar“ stuttmyndakeppninnar, sem veittur er á hverju ári fyrir bestu stuttmyndina í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Það var góð stemming hjá nemendum skólans þegar uppskeruhátíð bíódaga fór fram nýlega en bíódagar er þróunarverkefni, sem byrjaði í skólanum 2018 og er hluti af Kviku, sem er námsgrein, sem stuðlar að lykil hæfni nemenda. Um stuttmyndasamkeppni er að ræða þar sem „Lykilinn“ var þemað í ár. „Svo eru þau alveg sjálfstæð og bera bara alveg ábyrgð á sér í heila viku eða þangað til að myndin er tilbúin og þau gera allt sjálf, sem tengist myndinni,“ segir Unnur Björk Hjartardóttir, umsjónarkennari í 9. bekk. „Í þessu verkefni eru þau í rauninni að sýna allt það, sem þau eru búin að læra í Kviku. Þetta er áttunda árið og við erum svo sælar með þetta, þetta er búið að ganga alveg rosalega vel. Krakkarnir eru svo skapandi, þau eru að vinna vel saman og það eru ólíkustu hópar á blandast saman,“ bætir Guðríður Svava Óskarsdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk við. Unnur Björk (t.h.) og Guðríður Svava, sem eru umsjónarkennarar í Sunnulækjarskóla eru hér með Marinó Geir Lilliendahl, sem á og rekur Bíóhúsið á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur segja Bíódaga skólans mjög, mjög skemmtilega enda einn af hápunktum skólastarfsins á vorin í 9. og 10.bekk. „Óskarsverðlaun“ eru veitt fyrir bestu myndina og allskonar önnur verðlaun, sem vekja allt mikla lukku hjá nemendum. „Þetta gekk allt mjög vel og var mjög skemmtilegt og það er ótrúlegt hvað þetta verkefni í skólanum hefur stækkað mikið. Sumir tóku sína stuttmynd upp á símann sinn en aðrir voru með alvöru vélar. Svo klipptum við og hljóðsettum“, segja þau Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Karl, sem eru öll nemendur í 10. bekk skólans. Selfossi. Fjórir af nemendunum, sem tóku þátt í stuttmyndaverkefni Sunnulækjarskóla eða þau frá vinstri, Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Kár. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Óskarsverðlaunabikar“ stuttmyndakeppninnar, sem veittur er á hverju ári fyrir bestu stuttmyndina í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira