Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar 18. maí 2025 07:03 Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum þróast úr jaðarstarfsemi yfir í að vera ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Með mikilli gjaldeyrissköpun, fjölbreyttri atvinnu og víðtækri verðmætasköpun hefur hún skipað sér sess sem einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjóðarbúsins. Á sama tíma standa stjórnendur greinarinnar, stjórnvöld og samfélagið allt frammi fyrir áskorunum sem krefjast skýrari stefnu og samstilltra aðgerða til að tryggja áframhaldandi vöxt – á sjálfbærum og sanngjörnum grunni. Sterk efnahagsleg áhrif og víðtæk verðmætasköpun Áætlað er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á 12 mánaða tímabili frá apríl 2023 til mars 2024 hafi numið rúmlega 600 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 497 milljarða árið áður. Heildar verg landsframleiðsla (VLF) Íslands er áætluð 4.616 milljarðar króna fyrir árið 2024. Þó að nákvæm hlutfallstala fyrir ferðaþjónustuna í VLF 2024 liggi ekki enn fyrir, var hlutur hennar 8,8% árið 2023 og má álita að hann sé áþekkur áfram – eða yfir 400 milljarðar króna í virðisaukasköpun, sem er beint framlag greinarinnar til efnahagslífsins. En það er einmitt í gegnum virðisaukaskatt sem raunveruleg áhrif ferðaþjónustunnar sjást skýrt í ríkisfjármálum. Erlendir ferðamenn greiða líklega á bilinu 100–150 milljarða króna árlega í virðisaukaskatt á Íslandi. Þetta eru fjármunir sem skila sér beint í ríkiskassann. Tökum aðeins varfærna nálgun: ef tvær milljónir ferðamanna skila 100 milljörðum í virðisaukaskatt, jafngildir þetta 50.000 krónum á hvern ferðamann. Meðaltalsdvalarlengd ferðamanna á Íslandi er um 7,5 dagar, sem þýðir að hver ferðamaður greiðir um 6.700 krónur á dag í virðisaukaskatt – eða sem auðlindagjald, ef svo má segja. Þetta eru gríðarlega mikilvægar tekjur fyrir ríkissjóð. Það vekur hins vegar furðu að í stað þess að viðurkenna og nýta þessa skattheimtu með ábyrgum hætti, virðist sem stjórnvöld keppist nú við að leita annarra leiða til að hámarka tekjur af ferðamönnum með nýjum og sífellt fleiri sértækum gjöldum. Hugmyndir um komugjöld, landamæragjöld og greiðslur fyrir aðgang að vinsælum náttúruperlum í eigu ríkisins eru réttlættar undir formerkjum auðlindanýtingar – en virðast byggðar á takmarkaðri heildarsýn á raunverulegt framlag greinarinnar. Það kostar peninga að skapa verðmæti. Með því að leggja sífellt fleiri byrðar á greininna með nýjum gjöldum og flókinni gjaldtöku er hætta á að draga úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Þessi nálgun – þar sem ferðamaðurinn þarf sífellt að taka upp veskið til að njóta þess sem laðaði hann hingað – minnir helst á upplifun í afþreyingarparadísum þar sem allt kostar aukalega, þrátt fyrir aðgangsgjald. Slík "smágreiðsluvæðing" ferðaþjónustunnar skaðar ímynd landsins, skapar gremju meðal gesta og dregur úr löngun þeirra til að dvelja lengur eða snúa aftur. Ekki aðeins það, heldur láta þeir alla aðra heyra það í gegnum samfélagsmiðla. Veltan í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum króna árið 2023, sem er 11% aukning frá árinu áður. Þessi verðmætasköpun skilar sér vítt og breitt – í störfum, sköttum, útflutningstekjum og þjónustuiðnaði víða um land. Stöðug uppbygging byggð á samvinnu og framtíðarsýn Uppgangur ferðaþjónustunnar er ekki sjálfgefinn. Hann hefur byggst á kröftugu markaðsstarfi, víðtækum fjárfestingum einkaaðila og að hluta til í samvinnu við ríki og sveitarfélög. Með framtíðarsýn og skipulagi hefur tekist að móta öfluga og sveigjanlega grein sem hefur stuðlað að aukinni velsæld, fjölbreytni í atvinnulífi og svæðisbundinni þróun. Framtíðarsýn stjórnavalda og greinarinnar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu – með áherslu á náttúruvernd, gæði og nýsköpun. Lykilatriði er að hvetja til lengri dvalar og jafnvægi dreifingar ferðamanna um allt landið, til að dreifa álagi, auka virði og viðhalda samfélagslegum sáttum. Áskoranir sem kalla á skýra stefnu Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir áskorunum sem ekki má vanmeta. Ísland er dýr áfangastaður og hár rekstrarkostnaður – vegna launa, stuttra vinnutíma og hárra vaktaálagsgreiðslna – takmarkar samkeppnishæfni. Fjárfestingar eru hægari en áður og framleiðni vex ekki í takt við vöxt eftirspurnar. Þá eru margir lykilinnviðir vanfjármagnaðir, sérstaklega á landsbyggðinni. Slæmar samgöngur, lítil vetrarþjónusta og of mikil áhersla á Keflavíkurflugvöll sem eina aðkomuleið ferðamanna takmarka tækifæri til dreifingar og álagsjöfnunar. Þróa og styðja þarf við fleiri leiðir inn í landið, m.a. með beinu millilandaflugi til fleiri áfangastaða en Keflavíkurflugvallar. Tækifæri til frekari sóknar – með sjálfbærni að leiðarljósi Ferðaþjónustan á þó tækifæri til frekari verðmætasköpunar með því að þróast í átt að meiri gæðum fremur en magni. Með því að styðja við nýsköpun, stafvæðingu, umhverfisvænar lausnir og styrkja menntun og húsnæðismál starfsfólks, má bæta bæði rekstrarumhverfi og þjónustustig. Markviss markaðssetning sem byggir á sjálfbærni, sérstöðu Íslands og gæðaímynd getur hvatt til lengri dvalar og dýpri upplifunar ferðamanna – sem skilar sér í hærri gjaldeyristekjum án þess að auka álag á náttúru og samfélög. Niðurstaða: Áfangastaður framtíðarinnar þarf skýrleika, ábyrgð og trausta samvinnu Ferðaþjónustan er ekki aðeins fjárhagsleg burðarsúla heldur einnig lykilhluti af ímynd Íslands út á við. Hún tengir landið við umheiminn, styður við landsbyggðina og stuðlar að atvinnusköpun og vexti. Til að tryggja sjálfbæran árangur þarf samræmda sýn, ábyrgð í gjaldtöku, eflingu innviða og virkt samstarf allra sem að henni koma. Framtíðin liggur í því að viðhalda traustum grunni – með raunhæfu mati á framlagi ferðaþjónustunnar og réttlátri meðferð hennar í skattalegu og pólitísku samhengi. Því aðeins verður hún áfram sá burðarás sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum þróast úr jaðarstarfsemi yfir í að vera ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Með mikilli gjaldeyrissköpun, fjölbreyttri atvinnu og víðtækri verðmætasköpun hefur hún skipað sér sess sem einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjóðarbúsins. Á sama tíma standa stjórnendur greinarinnar, stjórnvöld og samfélagið allt frammi fyrir áskorunum sem krefjast skýrari stefnu og samstilltra aðgerða til að tryggja áframhaldandi vöxt – á sjálfbærum og sanngjörnum grunni. Sterk efnahagsleg áhrif og víðtæk verðmætasköpun Áætlað er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á 12 mánaða tímabili frá apríl 2023 til mars 2024 hafi numið rúmlega 600 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 497 milljarða árið áður. Heildar verg landsframleiðsla (VLF) Íslands er áætluð 4.616 milljarðar króna fyrir árið 2024. Þó að nákvæm hlutfallstala fyrir ferðaþjónustuna í VLF 2024 liggi ekki enn fyrir, var hlutur hennar 8,8% árið 2023 og má álita að hann sé áþekkur áfram – eða yfir 400 milljarðar króna í virðisaukasköpun, sem er beint framlag greinarinnar til efnahagslífsins. En það er einmitt í gegnum virðisaukaskatt sem raunveruleg áhrif ferðaþjónustunnar sjást skýrt í ríkisfjármálum. Erlendir ferðamenn greiða líklega á bilinu 100–150 milljarða króna árlega í virðisaukaskatt á Íslandi. Þetta eru fjármunir sem skila sér beint í ríkiskassann. Tökum aðeins varfærna nálgun: ef tvær milljónir ferðamanna skila 100 milljörðum í virðisaukaskatt, jafngildir þetta 50.000 krónum á hvern ferðamann. Meðaltalsdvalarlengd ferðamanna á Íslandi er um 7,5 dagar, sem þýðir að hver ferðamaður greiðir um 6.700 krónur á dag í virðisaukaskatt – eða sem auðlindagjald, ef svo má segja. Þetta eru gríðarlega mikilvægar tekjur fyrir ríkissjóð. Það vekur hins vegar furðu að í stað þess að viðurkenna og nýta þessa skattheimtu með ábyrgum hætti, virðist sem stjórnvöld keppist nú við að leita annarra leiða til að hámarka tekjur af ferðamönnum með nýjum og sífellt fleiri sértækum gjöldum. Hugmyndir um komugjöld, landamæragjöld og greiðslur fyrir aðgang að vinsælum náttúruperlum í eigu ríkisins eru réttlættar undir formerkjum auðlindanýtingar – en virðast byggðar á takmarkaðri heildarsýn á raunverulegt framlag greinarinnar. Það kostar peninga að skapa verðmæti. Með því að leggja sífellt fleiri byrðar á greininna með nýjum gjöldum og flókinni gjaldtöku er hætta á að draga úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Þessi nálgun – þar sem ferðamaðurinn þarf sífellt að taka upp veskið til að njóta þess sem laðaði hann hingað – minnir helst á upplifun í afþreyingarparadísum þar sem allt kostar aukalega, þrátt fyrir aðgangsgjald. Slík "smágreiðsluvæðing" ferðaþjónustunnar skaðar ímynd landsins, skapar gremju meðal gesta og dregur úr löngun þeirra til að dvelja lengur eða snúa aftur. Ekki aðeins það, heldur láta þeir alla aðra heyra það í gegnum samfélagsmiðla. Veltan í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum króna árið 2023, sem er 11% aukning frá árinu áður. Þessi verðmætasköpun skilar sér vítt og breitt – í störfum, sköttum, útflutningstekjum og þjónustuiðnaði víða um land. Stöðug uppbygging byggð á samvinnu og framtíðarsýn Uppgangur ferðaþjónustunnar er ekki sjálfgefinn. Hann hefur byggst á kröftugu markaðsstarfi, víðtækum fjárfestingum einkaaðila og að hluta til í samvinnu við ríki og sveitarfélög. Með framtíðarsýn og skipulagi hefur tekist að móta öfluga og sveigjanlega grein sem hefur stuðlað að aukinni velsæld, fjölbreytni í atvinnulífi og svæðisbundinni þróun. Framtíðarsýn stjórnavalda og greinarinnar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu – með áherslu á náttúruvernd, gæði og nýsköpun. Lykilatriði er að hvetja til lengri dvalar og jafnvægi dreifingar ferðamanna um allt landið, til að dreifa álagi, auka virði og viðhalda samfélagslegum sáttum. Áskoranir sem kalla á skýra stefnu Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir áskorunum sem ekki má vanmeta. Ísland er dýr áfangastaður og hár rekstrarkostnaður – vegna launa, stuttra vinnutíma og hárra vaktaálagsgreiðslna – takmarkar samkeppnishæfni. Fjárfestingar eru hægari en áður og framleiðni vex ekki í takt við vöxt eftirspurnar. Þá eru margir lykilinnviðir vanfjármagnaðir, sérstaklega á landsbyggðinni. Slæmar samgöngur, lítil vetrarþjónusta og of mikil áhersla á Keflavíkurflugvöll sem eina aðkomuleið ferðamanna takmarka tækifæri til dreifingar og álagsjöfnunar. Þróa og styðja þarf við fleiri leiðir inn í landið, m.a. með beinu millilandaflugi til fleiri áfangastaða en Keflavíkurflugvallar. Tækifæri til frekari sóknar – með sjálfbærni að leiðarljósi Ferðaþjónustan á þó tækifæri til frekari verðmætasköpunar með því að þróast í átt að meiri gæðum fremur en magni. Með því að styðja við nýsköpun, stafvæðingu, umhverfisvænar lausnir og styrkja menntun og húsnæðismál starfsfólks, má bæta bæði rekstrarumhverfi og þjónustustig. Markviss markaðssetning sem byggir á sjálfbærni, sérstöðu Íslands og gæðaímynd getur hvatt til lengri dvalar og dýpri upplifunar ferðamanna – sem skilar sér í hærri gjaldeyristekjum án þess að auka álag á náttúru og samfélög. Niðurstaða: Áfangastaður framtíðarinnar þarf skýrleika, ábyrgð og trausta samvinnu Ferðaþjónustan er ekki aðeins fjárhagsleg burðarsúla heldur einnig lykilhluti af ímynd Íslands út á við. Hún tengir landið við umheiminn, styður við landsbyggðina og stuðlar að atvinnusköpun og vexti. Til að tryggja sjálfbæran árangur þarf samræmda sýn, ábyrgð í gjaldtöku, eflingu innviða og virkt samstarf allra sem að henni koma. Framtíðin liggur í því að viðhalda traustum grunni – með raunhæfu mati á framlagi ferðaþjónustunnar og réttlátri meðferð hennar í skattalegu og pólitísku samhengi. Því aðeins verður hún áfram sá burðarás sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun