Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 10:59 Hailey Bieber prýðir forsíðu tískutímaritsins Vogue en eiginmaður hennar hafði áður sagt við hana að það myndi aldrei gerast. Getty/Amy Sussman Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt. Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Sjá meira
Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt.
Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Sjá meira
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01