Körfubolti

Ægir valinn verð­mætastur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ægir Þór Steinarsson var hógvær þegar hann tók við verðlaununum. 
Ægir Þór Steinarsson var hógvær þegar hann tók við verðlaununum. 

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.

Ægir var með 8 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar í leik kvöldsins. Hann spilaði stórkostlega í öðrum leiknum, þegar Stjarnan slátraði Tindastóli í Garðabænum. Skoraði 37 stig stig þar.

Yfir seríuna alla skoraði hann 20.2 stig, gaf 7,4 stoðsendingar og greip 5,2 fráköst, að meðaltali í leik.

Verðlaunaafhendinguna, þegar Ægir tók við verðlaununum sem verðmætasti leikmaðurinn og síðan við Íslandsmeistaratitlinum, má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×