„Verkefnið bara heltekur okkur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 16:02 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“ Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“
Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira