Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2025 12:01 Það er ráðlagt að leggja við hlustir þegar einn ákveðinn kór hefur upp raust sína, nánar tiltekið kór hinna íslensku sérhagsmunaafla. Vorsmellur kórsins í ár gæti borið heitið: „niður með almenna íbúðakerfið“ og er laglínan nokkuð taktföst, þótt hver syngi með sínu nefi og bæti við tónum að eigin vali. Grunnstefið er að of mikið sé byggt af leiguíbúðum á vegum Bjargs íbúðafélags, en félagið tryggir tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt íbúðarhúsnæði til langtímaleigu. Í umræðum um húsnæðismál kveður nú við þennan tón af hálfu hagsmunaaðila og má skilja að almenna íbúðakerfið sé hreinlega til vansa í húsnæðismálum þjóðarinnar, komi jafnvel verst niður á þeim sem þar búa. Langur biðlisti eftir öruggu húsnæði Almenna íbúðakerfinu var komið á með lögum fyrir tæpum áratug og átti m.a. rætur í yfirlýsingu stjórnvalda með kjarasamningum árið 2015. Þá hafði skapast alvarlegur vandi vegna skorts á leiguhúsnæði fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga. Fyrsta íbúð Bjargs var afhent árið 2019 og síðan þá hafa yfir eitt þúsund einstaklingar og fjölskyldur komist í öruggt húsnæði. En biðlistinn er langur. Biðlistinn er langur vegna þess að umgjörð um leiguhúsnæði á Íslandi er óburðug og fjöldi vinnandi fólks á Íslandi hefur ekki ráð að kaupa sér húsnæði. Að fullvinnandi fólk geti ekki komið sér þaki yfir höfuð er gríðarlegt áhyggjuefni og ætti eitt og sér að vera tilefni til bæði langtíma- og skammtímaaðgerða. En á meðan fólk ekki getur eða ekki vill kaupa, til dæmis það sem dvelur tímabundið á landinu, þarf að vera fyrir hendi traustur leigumarkaður. Leigusalar hafa alltof mikið svigrúm til að hækka leigu eftir eigin geðþótta og réttindi leigjenda eru ótraust. Bjarg hefur sýnt fram á svo ekki verður um villst að hægt er að byggja með hagkvæmari hætti en tíðkast hefur. Blær, leigufélag á vegum VR, hefur nýtt reynslu Bjargs til að byggja hagkvæmt og hefur nú þegar afhent 34 leiguíbúðir til leigjenda en þær íbúðir eru ekki háðar tekjumörkum líkt og hjá Bjargi. Blær nýtur engrar opinberrar fyrirgreiðslu og fjárfesting félagsins í íbúðunum skilar sér til baka yfir tíma. Engu að síður getur félagið boðið leiguíbúðir sem eru um 20% ódýrari en markaðsleiga. Fyrsti leigjandinn sem tók við íbúð hjá Blæ hafði þurft að sæta hækkun á leiguverði í sínu fyrra húsnæði úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund krónur á aðeins fjórum árum. Það geta ekki margir staðið undir slíkri aukningu á greiðslubyrði. Þegar sérhagsmunaraddirnar kalla eftir því að dregið sé úr uppbyggingu leiguhúsnæðis þar sem leigu er stillt í hóf er um leið verið að óska þess að færri leigjendur komist í skjól frá leigumarkaði sem einkennist öðru fremur af skammtímagróðahugsun. Og auðvitað er það gott fyrir þá sem græða á leigjendum að fólk hafi ekkert val. Staðreyndin er hins vegar sú að góður og vel skipulagður leigumarkaður stuðlar að heilbrigði í húsnæðismálum, þar sem húsnæði er álitið mannréttindi en ekki gróðatækifæri fyrir fjárfesta. Góð umgjörð um leiguhúsnæði hefur bein áhrif á húsnæðisverð almennt og þar með á hag og kjör þorra almennings. Spjótin standa á ríki og sveitarfélögum Húsnæðismál eru kjaramál og hafa einna mest áhrif á afkomu launafólks. Staðan í dag er óviðunandi og það má ekki leyfa sérhagsmunaöflunum að rífa niður það sem þó er vel gert. Verkefnin framundan eru ærin og Bjarg og Blær eru hluti af lausninni. Spjótin standa núna allra mest á ríki og sveitarfélögum, sem verða að fara að sýna framsækni og þor í að takast á við vandann í húsnæðismálum. Hér er engin ein töfralausn, en við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum og það er ekki hægt að una lengur við þær gríðarlegu greiðslusveiflur sem bæði leigjendur og húsnæðisskuldarar þurfa að taka á sig í sífellu. Þetta er mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna og nú ríður á að sýna viljann í verki. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ráðlagt að leggja við hlustir þegar einn ákveðinn kór hefur upp raust sína, nánar tiltekið kór hinna íslensku sérhagsmunaafla. Vorsmellur kórsins í ár gæti borið heitið: „niður með almenna íbúðakerfið“ og er laglínan nokkuð taktföst, þótt hver syngi með sínu nefi og bæti við tónum að eigin vali. Grunnstefið er að of mikið sé byggt af leiguíbúðum á vegum Bjargs íbúðafélags, en félagið tryggir tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt íbúðarhúsnæði til langtímaleigu. Í umræðum um húsnæðismál kveður nú við þennan tón af hálfu hagsmunaaðila og má skilja að almenna íbúðakerfið sé hreinlega til vansa í húsnæðismálum þjóðarinnar, komi jafnvel verst niður á þeim sem þar búa. Langur biðlisti eftir öruggu húsnæði Almenna íbúðakerfinu var komið á með lögum fyrir tæpum áratug og átti m.a. rætur í yfirlýsingu stjórnvalda með kjarasamningum árið 2015. Þá hafði skapast alvarlegur vandi vegna skorts á leiguhúsnæði fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga. Fyrsta íbúð Bjargs var afhent árið 2019 og síðan þá hafa yfir eitt þúsund einstaklingar og fjölskyldur komist í öruggt húsnæði. En biðlistinn er langur. Biðlistinn er langur vegna þess að umgjörð um leiguhúsnæði á Íslandi er óburðug og fjöldi vinnandi fólks á Íslandi hefur ekki ráð að kaupa sér húsnæði. Að fullvinnandi fólk geti ekki komið sér þaki yfir höfuð er gríðarlegt áhyggjuefni og ætti eitt og sér að vera tilefni til bæði langtíma- og skammtímaaðgerða. En á meðan fólk ekki getur eða ekki vill kaupa, til dæmis það sem dvelur tímabundið á landinu, þarf að vera fyrir hendi traustur leigumarkaður. Leigusalar hafa alltof mikið svigrúm til að hækka leigu eftir eigin geðþótta og réttindi leigjenda eru ótraust. Bjarg hefur sýnt fram á svo ekki verður um villst að hægt er að byggja með hagkvæmari hætti en tíðkast hefur. Blær, leigufélag á vegum VR, hefur nýtt reynslu Bjargs til að byggja hagkvæmt og hefur nú þegar afhent 34 leiguíbúðir til leigjenda en þær íbúðir eru ekki háðar tekjumörkum líkt og hjá Bjargi. Blær nýtur engrar opinberrar fyrirgreiðslu og fjárfesting félagsins í íbúðunum skilar sér til baka yfir tíma. Engu að síður getur félagið boðið leiguíbúðir sem eru um 20% ódýrari en markaðsleiga. Fyrsti leigjandinn sem tók við íbúð hjá Blæ hafði þurft að sæta hækkun á leiguverði í sínu fyrra húsnæði úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund krónur á aðeins fjórum árum. Það geta ekki margir staðið undir slíkri aukningu á greiðslubyrði. Þegar sérhagsmunaraddirnar kalla eftir því að dregið sé úr uppbyggingu leiguhúsnæðis þar sem leigu er stillt í hóf er um leið verið að óska þess að færri leigjendur komist í skjól frá leigumarkaði sem einkennist öðru fremur af skammtímagróðahugsun. Og auðvitað er það gott fyrir þá sem græða á leigjendum að fólk hafi ekkert val. Staðreyndin er hins vegar sú að góður og vel skipulagður leigumarkaður stuðlar að heilbrigði í húsnæðismálum, þar sem húsnæði er álitið mannréttindi en ekki gróðatækifæri fyrir fjárfesta. Góð umgjörð um leiguhúsnæði hefur bein áhrif á húsnæðisverð almennt og þar með á hag og kjör þorra almennings. Spjótin standa á ríki og sveitarfélögum Húsnæðismál eru kjaramál og hafa einna mest áhrif á afkomu launafólks. Staðan í dag er óviðunandi og það má ekki leyfa sérhagsmunaöflunum að rífa niður það sem þó er vel gert. Verkefnin framundan eru ærin og Bjarg og Blær eru hluti af lausninni. Spjótin standa núna allra mest á ríki og sveitarfélögum, sem verða að fara að sýna framsækni og þor í að takast á við vandann í húsnæðismálum. Hér er engin ein töfralausn, en við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum og það er ekki hægt að una lengur við þær gríðarlegu greiðslusveiflur sem bæði leigjendur og húsnæðisskuldarar þurfa að taka á sig í sífellu. Þetta er mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna og nú ríður á að sýna viljann í verki. Höfundur er formaður VR.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun