Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2025 08:00 Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun