Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar 27. maí 2025 11:00 Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mótar nú nýja auðlindastefnu með áherslu á sjálfbæra nýtingu og svokölluð „réttlát“ auðlindagjöld. Í því samhengi hafa verið kynnt drög að frumvarpi um veiðigjöld sem gera ráð fyrir verulegri hækkun gjalda milli ára, - í tilviki makríls er talað um rúmlega þrefalda aukningu opinbera gjalda. Markmiðið er að tryggja þjóðinni stærri hlut í arðsemi sjávarútvegsins. Þótt andstaða við hugmyndina sé lítil, hefur framkvæmd frumvarpsins sætt gagnrýni, - einkum vegna umfangs og hraða breytinganna. Það vekur áhyggjur af faglegri stjórnsýslu þegar svo róttækar breytingar á opinberum gjöldum eru ákveðnar án viðhlítandi samráðs við hagsmunaaðila og áður en boðuð auðlindastefna hefur verið mótuð. Bent hefur verið á að minni og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki eigi erfitt með að standa undir stökkbreyttum veiðigjöldum, þar sem þau skila gjarnan lægra verðmæti á hvert veitt kíló en stærri og tæknivæddari fyrirtæki. Í umræðunni hefur komið fram að sum stærri fyrirtæki eigi einnig í vanda með að ná endum saman nái hin stórfelda gjaldahækkun fram að ganga. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að spyrja: Er hækkunin of mikil og of skyndileg? Væri ekki skynsamlegra að fara hægar í sakirnar og miða breytingar við getu greinarinnar í heild? Því miður hefur svo ekki verið, - heldur brugðist við með tillögum um kerfisbreytingar og auknum flækjum. Kerfisbreytingar og áhrif frítekjumarks Í frumvarpinu er lagt til svokallað frítekjumark, þar sem lægra veiðigjald er lagt á fyrstu tonnin sem veidd eru, með það að markmiði að koma sérstaklega til móts við minni útgerðir. Útgerðarmaðurinn sem nefndur er hér „Séra Jón“ og gerir út gamlan bát, veiðir rúmlega 1.000 tonn af þorski á ári og myndi samkvæmt útreikningum greiða um 23 krónur á hvert kíló, - sem er þá væntanlega sanngjarnt gjald til þjóðarinnar. „Séra Jón“ hefur í gegnum tíðina greitt út nokkuð myndarlegan arð og þau ár sem afkoman hefur verið slæm hefur kvóti verið seldur. Peningarnir hafa nýst til kaupa á húseign erlendis og til fjárfestinga afkomenda, - m.a. í verslunarrekstri í Kringlunni og lúxushóteli í heimabyggð. Í næsta sjávarþorpi, sem við köllum Brimvík, er önnur útgerð sem hefur sjaldan greitt út arð. Ávinning starfseminnar hefur í áranna rás verið fjárfest í nýjustu tækni og stundum, þegar vel hefur árað, ráðstafað í kvótakaup. Útgerðin í Brimvík hefur í dag yfir að ráða 6.000 tonnum af þorski. Fjárfestingarnar voru fjármagnaðar með uppsöfnuðum hagnaði og lánum. Útgerðarmaðurinn hér kallast „Jón“ og rekur öfluga starfsemi með tveimur nýlegum togurum sem skapa hátekjustörf sem skila miklum sköttum og útsvari. Útgerðin hans Jóns í Brimvík á samkvæmt lagafrumvarpinu að greiða 41 krónu á hvert kíló af þorski, - eða 82% hærra gjald en kollegi hans „Séra Jón“. Mismunurinn vekur spurningar um hvað teljist „réttlátt“ gjald fyrir veiðar. Er sanngjarnt að sá sem hefur markvisst varið rekstrarafgangi til fjárfestinga árum saman greiði hart nær sama verð fyrir einn þorsk og „Séra Jón“ greiðir fyrir tvo? Um áhrif hvata Ef við göngum út frá því að útgerðarmaðurinn Jón í Brimvík sjái hag sinn í að aðlaga sig að gjaldakerfinu, væri hugsanlegt að hann minnkaði reksturinn, seldi nýju skipin og hluta kvótans til annarra, svipaðra og „Séra Jóns“. Þótt þetta sé einfölduð sviðsmynd, dregur hún fram hugsanlegar afleiðingar skekktra hvata. Sama magn af fiski væri veitt, - en af fleiri aðilum, - og veiðigjaldið myndi lækka vegna frítekjumarksins. En með því er bara hálf sagan sögð. Sjávarútvegurinn greiðir mikla skatta og gjöld sem tengjast ekki veiðigjöldum. Hann styður við lífskjör í landinu með því að skapa sem mest verðmæti og hátekjustörf, með miklum fjárfestingum og hagnaði. Gríðarhá veiðigjöld með frítekjumarksleið hefur áhrif á fjárfestingarvilja, nýsköpun og samkeppnishæfni í greininni til lengri tíma litið. Frítekjumarkskerfið gæti hvatt til aðlögunar sem skilar ekki endilega auknum verðmætum eða meiri skilum til samfélagsins. Þannig vinnur það gegn markmiðinu um verðmætasköpun. Það borgar sig ekki að skattleggja atvinnuvegi þjóðarinnar í átt að meðalmennsku. Niðurlag Það ber að virða að markmið stjórnvalda eru reist á því að auka réttmæta hlutdeild þjóðarinnar í arðsemi sjávarauðlindarinnar. Hún er í sjálfu sér réttmæt og í takt við ríkjandi viðhorf. En til að þau nái fram að ganga má skammtímahugsun ríkissjóðs ekki verða ofan á. Veiðigjaldtakan á að vera einföld, gagnsæ og sambærileg fyrir Jón og „Séra Jón“. Veiðigjaldið er opinbert gjald á sjávarauðlindina. Það ætti að vera óháð rekstrarárangri fyrirtækja, aldri og stærð skipa. Þannig má stuðla að jafnræði, áframhaldandi fjárfestingu og nýsköpun, - og tryggja að þjóðin hagnist sem mest á arðsamri nýtingu sjávarauðlindanna til lengri tíma litið. Höfundur er yfirmaður uppsjávarsviðs og aðstoðarmaður forstjóra hjá Brim hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mótar nú nýja auðlindastefnu með áherslu á sjálfbæra nýtingu og svokölluð „réttlát“ auðlindagjöld. Í því samhengi hafa verið kynnt drög að frumvarpi um veiðigjöld sem gera ráð fyrir verulegri hækkun gjalda milli ára, - í tilviki makríls er talað um rúmlega þrefalda aukningu opinbera gjalda. Markmiðið er að tryggja þjóðinni stærri hlut í arðsemi sjávarútvegsins. Þótt andstaða við hugmyndina sé lítil, hefur framkvæmd frumvarpsins sætt gagnrýni, - einkum vegna umfangs og hraða breytinganna. Það vekur áhyggjur af faglegri stjórnsýslu þegar svo róttækar breytingar á opinberum gjöldum eru ákveðnar án viðhlítandi samráðs við hagsmunaaðila og áður en boðuð auðlindastefna hefur verið mótuð. Bent hefur verið á að minni og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki eigi erfitt með að standa undir stökkbreyttum veiðigjöldum, þar sem þau skila gjarnan lægra verðmæti á hvert veitt kíló en stærri og tæknivæddari fyrirtæki. Í umræðunni hefur komið fram að sum stærri fyrirtæki eigi einnig í vanda með að ná endum saman nái hin stórfelda gjaldahækkun fram að ganga. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að spyrja: Er hækkunin of mikil og of skyndileg? Væri ekki skynsamlegra að fara hægar í sakirnar og miða breytingar við getu greinarinnar í heild? Því miður hefur svo ekki verið, - heldur brugðist við með tillögum um kerfisbreytingar og auknum flækjum. Kerfisbreytingar og áhrif frítekjumarks Í frumvarpinu er lagt til svokallað frítekjumark, þar sem lægra veiðigjald er lagt á fyrstu tonnin sem veidd eru, með það að markmiði að koma sérstaklega til móts við minni útgerðir. Útgerðarmaðurinn sem nefndur er hér „Séra Jón“ og gerir út gamlan bát, veiðir rúmlega 1.000 tonn af þorski á ári og myndi samkvæmt útreikningum greiða um 23 krónur á hvert kíló, - sem er þá væntanlega sanngjarnt gjald til þjóðarinnar. „Séra Jón“ hefur í gegnum tíðina greitt út nokkuð myndarlegan arð og þau ár sem afkoman hefur verið slæm hefur kvóti verið seldur. Peningarnir hafa nýst til kaupa á húseign erlendis og til fjárfestinga afkomenda, - m.a. í verslunarrekstri í Kringlunni og lúxushóteli í heimabyggð. Í næsta sjávarþorpi, sem við köllum Brimvík, er önnur útgerð sem hefur sjaldan greitt út arð. Ávinning starfseminnar hefur í áranna rás verið fjárfest í nýjustu tækni og stundum, þegar vel hefur árað, ráðstafað í kvótakaup. Útgerðin í Brimvík hefur í dag yfir að ráða 6.000 tonnum af þorski. Fjárfestingarnar voru fjármagnaðar með uppsöfnuðum hagnaði og lánum. Útgerðarmaðurinn hér kallast „Jón“ og rekur öfluga starfsemi með tveimur nýlegum togurum sem skapa hátekjustörf sem skila miklum sköttum og útsvari. Útgerðin hans Jóns í Brimvík á samkvæmt lagafrumvarpinu að greiða 41 krónu á hvert kíló af þorski, - eða 82% hærra gjald en kollegi hans „Séra Jón“. Mismunurinn vekur spurningar um hvað teljist „réttlátt“ gjald fyrir veiðar. Er sanngjarnt að sá sem hefur markvisst varið rekstrarafgangi til fjárfestinga árum saman greiði hart nær sama verð fyrir einn þorsk og „Séra Jón“ greiðir fyrir tvo? Um áhrif hvata Ef við göngum út frá því að útgerðarmaðurinn Jón í Brimvík sjái hag sinn í að aðlaga sig að gjaldakerfinu, væri hugsanlegt að hann minnkaði reksturinn, seldi nýju skipin og hluta kvótans til annarra, svipaðra og „Séra Jóns“. Þótt þetta sé einfölduð sviðsmynd, dregur hún fram hugsanlegar afleiðingar skekktra hvata. Sama magn af fiski væri veitt, - en af fleiri aðilum, - og veiðigjaldið myndi lækka vegna frítekjumarksins. En með því er bara hálf sagan sögð. Sjávarútvegurinn greiðir mikla skatta og gjöld sem tengjast ekki veiðigjöldum. Hann styður við lífskjör í landinu með því að skapa sem mest verðmæti og hátekjustörf, með miklum fjárfestingum og hagnaði. Gríðarhá veiðigjöld með frítekjumarksleið hefur áhrif á fjárfestingarvilja, nýsköpun og samkeppnishæfni í greininni til lengri tíma litið. Frítekjumarkskerfið gæti hvatt til aðlögunar sem skilar ekki endilega auknum verðmætum eða meiri skilum til samfélagsins. Þannig vinnur það gegn markmiðinu um verðmætasköpun. Það borgar sig ekki að skattleggja atvinnuvegi þjóðarinnar í átt að meðalmennsku. Niðurlag Það ber að virða að markmið stjórnvalda eru reist á því að auka réttmæta hlutdeild þjóðarinnar í arðsemi sjávarauðlindarinnar. Hún er í sjálfu sér réttmæt og í takt við ríkjandi viðhorf. En til að þau nái fram að ganga má skammtímahugsun ríkissjóðs ekki verða ofan á. Veiðigjaldtakan á að vera einföld, gagnsæ og sambærileg fyrir Jón og „Séra Jón“. Veiðigjaldið er opinbert gjald á sjávarauðlindina. Það ætti að vera óháð rekstrarárangri fyrirtækja, aldri og stærð skipa. Þannig má stuðla að jafnræði, áframhaldandi fjárfestingu og nýsköpun, - og tryggja að þjóðin hagnist sem mest á arðsamri nýtingu sjávarauðlindanna til lengri tíma litið. Höfundur er yfirmaður uppsjávarsviðs og aðstoðarmaður forstjóra hjá Brim hf.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun