Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 10:01 Lögreglumenn bera mótmælendur á vegum No Borders út úr dómsmálaráðuneytinu í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira