Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 27. maí 2025 13:01 Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Hestar Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar